Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 35
JORÐ
193
Tíminn leið því fljótt, og-áður en varði var kominn 15. sept-
ember.
Mad>ne Laurent skrifaði mér undir eins og hún kom heim
og'bauð mér að heimsæk ja sig næsta dag og borða morgunverð
hjá sér. Mad'ne Paris var auðsjáanlega undrandi yfir, að þetta
hefðarfölk skyldi liugsa um mig, því hún hafði ráðgert, að ég
yrði kyrr um veturinn, og að liún gæti ef til vill látið mig kenna
einhverja handavinnu fyrir litla eða enga borgun (þetta sagði
frænka hennar mér).
En ég var staðráðin í að fara; hugsaði jafnvel, að ég gæti
unnið eitthvað fyrir mér; hafði jafnvel haft orð á því við M.
Littré, og' liann lofað að ráðgast um það við Madme Laurent.
Þessar (i vikur, sem ég var búin að vera í Nogent-sur-Marne,
hafði ég farið nokkrum sinnum til Parísar til að skoða mig um,
og farið ein, því þótt það þætti ekki „comme il faut“, þá var
enginn til að fara með mér, eftir að Madme Lecocq var úr
sögunni.
Ég hafði lesið marga leiðarvísa og grúskað í kortum af borg-
inni og var það furða, hvað mér gekk vel að rata.
ÞENNA tiltekna cfag fór ég einnig ein til Parísar og fór svo
tímanlega, að ég gæti hvílt mig dálítið í hinumfagraskrúð-
garði, Parc Monceau, áður en ég kænri til Madme Laurent, en
þau hjónin bjuggu þar rétt hjá. Ég settist á bekk og horfði á
gluggana á þessu skrauthýsi, sem ég átti að fara inn í. Mér
fannst allt í einu, að ég væri ekki nógu vel búin, væri ein og
yfirgefin.... Ég fann á mér, að nýr heimur var að opnast
sjónum mínum, og ég kveið fyrir þessum óþekkta heimi. Klukk-
an var orðin eitt, morgunverðurinn beið mín og ég varð að
standa á fætur. Þá kom til mín fátæk kona og grátbændi mig
um að gefa sér nokkra ,,sous“ (einn sou = 5 centimes), því að
hún væri svöng og ókunnug í borginni. Mér datt í hug að heita
á hana, eins og hún væri Strandarkirkja, og gefa áheitið fyrir-
fram. Ég hresstist furðanlega við þetta og gekk hvatlega inn í
húsið. Þjónninn, sem opnaði dyrnar, þegar ég liringdi, átti auð-
sjáanlega von á mér, en í fremstu stofunni (l’antechambre) beið
13