Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 36
194
JÖRÐ
mín þerna frúarinnar, og hún leiddi mig inn í hið allra helg-
asta, „le bondoir de Madame“ (einkastofu frúarinnar).
Madame Laurent var fríð sýnum, ljóshærð og l)láeygð, en
nokkuð feitlagin — rúmlega fimmtug, á að gizka. Hún tók mér
mjög blíðlega,. en var mjög svo harðorð um þjófnaðinn, sem
hún sa'gði, að væri skömm fyrir þjóð sína. Ekki leið á löngu
áður en þjónninn barði að dyrum og sagði: „Madame est servi“
(búið að bera á borð fyrir frúna), og lögðum við því af stað inn
í skrautlegan borðsal. Þar var fyrir maðurinn hennar og sonur,
og hörmuðu þeir feðgarnir einnig, að vera mín í Frakklandi
skyldi hafa byrjað svo óheppilega. Ég reyndi að bera mig vel
og brosa að öllu saman.
Þegar máltíðin var á enda, yfirgáfu þeir feðgarnir okkur, og
nú vildi frúin fá að vita nákvæmlega um hagi mína; sagði ég
henni hreinskilnislega frá því, að ég þyrði ekki að segja föður
mínum frá klaufaskap mínum. Madame Laurent komst við,
talaði blíðlega til mín og kallaði mig „mon bijou“ (bijou þýðir
eiginlega skartgripur), og J)etta gæluvrði fékk svo mikið á nrig,
að tárin hrundu niður kinnarnár á mér. Þessi nýja, móðurlega
vinkona mín flýtti sér að segja, að ég skyldi engu kvíða; ég væri
hér hjá vinum; sér þætti verst, að hún gæti ekki boðið mér að
vera hjá sér um veturinn, því hún væri alltaf á gistihúsi í Nice
á veturna. Hún sagðist vel skilja, að ég vildi ekki vera í Nogent,
en í l’ljótu bragði gæti hún ekki gert annað fyrir mig, en að
bjóða mér að vera hjá sér hálfan mánuð á næstunni. Maðurinn
sinn ætlaði til Bordeaux, og á meðan gæti ég fengið herbergi
hans, en gestaherbergi liefði hún ekki. Hún kvaddi mig með
kossi og sagði, að á Jressum hálfa mánuði, sem ég yrði hjá sér,
mundi sjálfsagt eitthvað rætast úr lyrir mér, og það væri sjálf-
sagt, að reyna að bæta úr Jæssari vondu byrjun.
Ég fór aftur til Nogent og var þar í nokkra daga;sagði eins og
satt var, að mér væri boðið að vera hálfan mánuð á heimili
Laurentshjónanna, en varaðist að láta Madme Paris vita, að ég
vonaðist til, að koma aldrei til hennar aftur.
Þessi hálfi mánuður í París var sem draumur.Égók áhverjum
degi með frúnni í Boulogneskóginum, fór í heimsóknir, í óper-
una o. s. frv,