Jörð - 01.12.1946, Side 37
JÖRÐ
195
Meðan ég var þar, kom ein vinkona Madme Laurent, sem
átti heima í Orléans í heimsókn. Dóttir hennar átti að vera
með Madme Laurent í Nice um veturinn, og nú bauð hún mér
að vera hjá sér á rneðan. Maður hennar var Président de la
Cour d’Appel“*) í Orléans. Atti ég þar góða ævi og mjög
skemmtilega, því farið var með mig eins og eftirlætisdóttur.
Um vorið var ég aftur einn mánuð lijá Madme Laurent í
París, og upp frá því var litið svo á, sem ég væri ein af fjöl-
skyldunni. Þegar görnlu lijónin voru dáin og sonur þeirra
kvæntur, var ég hjá 'honum, þegar ég fór suður til Frakklands.
Og þegar hann var dáinn, tóku synir hans á móti mér, en þeir
lifa enn.
ÞANNIG áskotnuðust mér þrír ættliðir tryggra vina af því,
að nokkrum hundruðum franka var stolið frá mér fyrstu
vikuna, sem ég dvaldi í Frakklandi.
Thora Frederikke Halldórsdóttir Friðriksson er tædd í Reykjavík 22.
maí 1866, dóttir Halldórs Friðrikssonar, yfirkennara í Latínuskólanum,
hins atorkumikla hægri-handar-manns Jóns Sigurðssonar, og danskrar
kontt hans. Mörg ár aðal-frönskukennari í Reykjavík, en hefur á seinni
árum einkum stundað verzlun. Frakkneskar nafnbætur: Officier d'Aca-
demie 1909; officier de l'Instruction publique 1926; chevalier de la
Legion d’Honneur 1928; officier de la Legion d’Honneur (mjög sjald-
gæfur heiður fyrir erlenda kvcnmenn) 1945. Riddari af Fálkaorðunni
1935. Heiðursfélagi í Alliance Francaise, Reykjavík. Fröken Þóra Frið-
riksson (eins og hún er oftast nefnd) hefur, frá því er hún var um
þrítugt, dvalið, hvað eftir annað, langdvölum erlendis, niest þó í Frakk-
landi, og hefur þar komist í vináttu við marga mikilhæfa og áhrifa-
mikla menn, og hefur sennilega enginn einn maður gert eins mikið og
hún fyrir menningarleg viðskipti milli Frakklands og íslands. Fröken
Þóra hefur gefið út skemmtilegar endurminningar um Grím Thomsen,
og brátt er von á riti hennar um dr. Charcot. hinn mikla rannsókna-
frömuð og íslandsvin. Sjálfsæfisögukafla hefur frk. Þóra ekki ritað fyrr
en þenna, og gerði hún það af góðsemi sinni vegna tilmæla ritstjórans.
) forseti yfirréttarins.
1S»