Jörð - 01.12.1946, Side 54
B. O. B.:
Æskuvinar minnst
ALI.GRÍMUR HallgTÍmsson er kominn heim — eftir að
J.. JL hafa verið lengi „gestur og útlendingur“. Alla sína ævi
hugsaði hann til Möðruvalla í Hörgárdal sem þess staðar, er
liann hlyti að unna öðrum stöðum fremur — og nú er kista hans
komin þangað, að lians eigin ráðstöfun. Ungum brann honum
metnaður í brjósti: Hann vildi út, og út fór liann. En langt
er síðan hann fór að liugsa heim — í sveitina sína — til Möðru-
valla. „Úti“ var hann, er til kom, aðeins „gestur og útlend-
ingur“. Hann hefði verið það ,,heima“ allt að einu. Hallgrímur
var raunar „gestur og útlendingur á Jörðinni".
ALLGRÍMUR Hallgrímsson var einkennilegur maður —
JL.L og óvanalegum gáfum gæddur. Manna óásjálegastur sýn-
um og þó engan veginn lítill fyrir mann að sjá, blestur í máli.
Aldrei öðlaðist hann þann ástvin meðal manna, er hann ætti
innsta athvarf hjá og ekki brygðist nema við tilkomu dauðans.
Og þó — hinar óvanalegu gáfur hans, samfara drengskap og
rösk'legum skapsmunum, öfluðu honum ekki einungis fjölda
góðra kunningja, heldur og náinna vina — og ekki síður meðal
kvenna en karla. F.n hann fjarlægðist þá flesta, er árin liðu og
það tók að verða ljóst, að gifta hans lægi ekki á því sviði, að
heitum tímanlegum metnaði yrði veitt nein veruleg úrlausn.
Hallgrímur vildi verða meðal leiðandi menntamanna þjóðar-
Hallgrímur Hallgrímsson var fæddur 1-f. scpt. 1888 í Stærra-Árskógi
við Eyjafjörð. Hann varð bráðkvaddur í Reykjavík á jólaföstu í fyrra.
Eftinnæli þessi voru skrifuð þegar, er kista Hallgríms var komin til
Möðruvalla i Hörgárdal, en þar var hún jarðsett. l>au voru boðin þeim
blöðum og tímaritum, er líklegast þótti, að teldti á sínu sviði að birta
eftirmæli um Hallgrím, en komust þar ekki að. I'ví konia þau nú í tíma-
riti höf., þó að því só ekki ætlað að flytja eftirmæli, og svo seint sem
raun ber vitni um.