Jörð - 01.12.1946, Síða 55
JORÐ
213
innar, og liann hafði margt í sér til að verða það. Og hann
óskaði þess vafalaust að eignast ástríka konu og efnileg börn,
vistlegt og virðulegt Iieiinili. En það var ekki aðeins ytra borðið
á manninum, er gat orðið honurn nokkur Þrándur í Götu.
I skapferli Iians var eitthvað, sem var of strítt í sér annars
vegar og líklega laust hins vegar, til þess að vel gæti samrýmst
miklum metnaði. Hallgrími varð það að vera annað hvort:
Allt — eða — ekkert. Þ. e. a. s.: Hallgrímur var of skynsamur
maður til að hanga í bókstaf, og mat auk þess virðuleik mikils.
Þess vegna hélt liann alltaf uppi sýnd og vann sitt verk og
hélt sínu starfi. Og Hallgrímur var of trúaður maður til þess
að sleppa andanum. Þess vegna hélt hann þrátt fyrir allt
drengskap sínum, og þroskaði jafnvel til æfiloka persónuleik
sinn, þó að ýmsir héldu annað. Ég þekkti Hallgrím manna
bezt á stúdentsárum okkar og þótti mjög vænt um hann. Eftir
námsárin fór ég í sveit, og kynni okkar minnkuðu, en þó vildi
svo til, að ég fékk fyrir fáum árum tækifæri til að kynnast
honium aftur nokkuð nánar. Og ég varð, mér til mikillar gleði,
þess var, að fagrir mannkostir höfðu þróast með þessum æsku-
vini mínum, sem almennt var talinn ógæfusamur. Og enn
seinna fékk ég annað tækifæri til svipaðrar athugunar. — Ég
hygg, að Hallgrímur hafi ekki verið varbúinn við dauða sínum.
HallgTÍmur var alla tíð með sérkennilegustu mönnuni, og
þó nærri því enn nieir sem ungur maður en eldri. Þá voru and-
stæðurnar svo skringilega áberandi í fari hans: Útlitið þannig,
að enginn vissi gerla, Iivort maðurinn væri tvítugur eða fer-
tugur, en skapsmunirnir ólgandi og sjóðandi undir fremur
köldum hjúp. Málfærið var gal'lað, en mælskan samt svo mikil,
að flestir hrifust með. Menn horfðu og hlustuðu hissa, er þeir
hittu hann fyrsta sinn, en voru að skilnaði fullir af virðingar-
blandinni forvitni — og löngun til að hitta manninn aftur.
Því, er til kom, hafði hann reynst heiMandi. Þetta er þó ekki
þannig að skilja, að HaMgrímur hafi að jafnaði verið upp-
rifinn við ókunnuga, þó að hann væri kurteis og hjálpsamur.
Miklu fremur mátti hann heita seintekinn. En þetta var per-
sónuleiki — enda tiltölulega roskinn, er hann byrjaði námið,
bláfátækur.