Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 56
214
JÖRÐ
Þegar skólabræður Hallgríms, í gagnfræðaskólanum á Akur-
eyri, fróttu, að hann, allslaus maðurinn, væri kominn í 4. bekk
Menntaskólans í Reykjavík, vantaði ekki mikið á, að hnussaði
í sumum þeirra. Þeim fannst metnaður hans keyra alveg úr
hófi fram. En Hallgrímur var ágætur námsmaður á allt nerna
stærðfræðilegar greinar. Þeim sló hann hreinlega frá sér.
Þrátt fyrir það var hann að jafnaði næstefstur í sínum bekk i
menntaskólanum, en tíma þeim, sem liann hefði átt að verja
til stærðfræðinnar, og hvíldartíma að auki, varði hann til þess
að lesa fagrar bókmenntir á ýmsunt garmönskum málum, auk
íslenzkra, og jafnvel Latínu. A sumrin vann hann fyrir sér með
kaupavinnu á æskuheimili Guðmundar prófessors Hannesson-
ar, er tók við af Friðriki föðurbróður hans, ágætismanni,
snemmdánum, sem fyrirgreiðslumaður hans.
Og metnaður Hallgríms var samur við sig: Er hann hafði
lokið stúdentsprófi, sigldi hann ti'l sagnfræðináms við háskól-
ann í Kaupmannahöfn, í stað þess að lesa annað hvort lög-
fræði eða til prests í Reykjavík. En þá var líka Garðsstyrkur
að styðjast við. Garðsstyrkurinn átti alveg að nægja til að kosta
nám stúdentsins fyrstu fjögur árin af vanalega sex við Kaup-
mannahafnarháskóla.
Og nú rann upp ánægjulegasta tímabilið í ævi Hallgríms —
Garðvistin.
Hallgrímur hafði ekki lengi verið á Garðinum, er hann
hafði áunnið sér rneira álit og meiri áhrif meðal hinna dönsku
stúdenta, og yfirleitt kynnst þeim meir, en aðrir íslenzkir stú-
dentar þar um hans daga, enda var hann kosinn Blaðafélags-
formaður og auk þess heiðursfélagi þess kosningafélags,*) sem
hann var í — og hafði fengið flesta landa sína á Garðinum til
að fara í það félag með sér. Kunningsskap við prófast hafði
Hallgrímur og öðrum íslenzkum stúdentum fronur á þeinr
tíma.
Herbergi Hallgríms var stærsta stúdentsherbergið á Garð-
inum, og var það aðalsamkomustaður íslenzkra stúdenta þar,
*) Sbr. greinina um Garð í JÖRÐ árið 1943, 2. hefti. Hér á undan er felldur
úr smákafli um Garð, sem óþarfur ætti að vera, úr því eftirmæli þessi birtast
í JÖRÐ.