Jörð - 01.12.1946, Page 58
216
JÖRÐ
sinnt — og mun það hafa valdið — ásamt atviki í einkalífinu
um líkt leyti — þeim hvörfum í æfi Hallgríms, að það varð
fyrir manna sjónum, sem ltann væri heillum liorfinn. Stríð-
lyndi lians og metnaði hafði verið ofboðið. Það var Hkt og
hann hefði farið úr liði. Og það var aldrei kippt í liðinn aftur.
Eftir það er saga Hallgríms eins og engin. Hann vann sitt
verk á Landsbókasafninu, en varð samt aldrei landsbókavörð-
ur, sem lá þó fyrir löngu beint við, hefði hann ekki verið „úr
liði". Hann skrifaði á strjálingi nokkrar smáritgerðir um
sagnfræðileg efni og smágreinar urn önnur efni, og fórst það
mjög snoturlega úr liendi, og síðustu missirin mun liann hafa
unnið, með öðrum, að Alþingissögunni — sínu forna hugðar-
efni. Öðru hvoru vann hann og töluvert að blaðamennsku —
í anda Tryggva Þórltallssonar, fornvinar síns úr Ungmenna-
félagi Reykjavíkur, en þar hafði hann, á menntaskólaárum sín-
um, eins og ýmsir ágætismenn aðrir, átt einhverjar sínar beztu
stundir, á blómatíma þess. Var Hallgrímur stundum ígripa-
ritstjóri, fyrst „Tímans“, síðar „Framsóknar“. HallgTÍmur var
til binnstu stundar lieill luigsjónamaður og heitur málsvari
þess, er hann áleit satt og rétt. Hins vegar A'ar Iiann, sem sagt,
„úr liði“ — hlédrægur orðinn og ómannblendinn. í þriðja lagi
vann Hallgrímur ntikið við stundakennslu og veitti lengi for-
stöðu kvöldskóla K. I7. U. M. F.n þrátt fyrir sæmilegar tekjur
eignaðist Iiann aldrei neitt, nema gott bókasaín, enda mun
hann hafa lagt nokkurt fé til fátækra frænda, er voru, líkt og
hann forðum, að brjótast áfram til nárns. í fjórða lagi var oft
leitað til Hallgríms um ýmislega bókmenntalega aðstoð, en
hann var alla tíð hinn fróðasti í þeim efnum, smekkvís vel og
dómbær.
IÐ vorurn farnir, sumir vinir Hallgríms, að ráðgera okkar
V á milli veglegt hóf og myndarlega gjöf á sextíu ára afmæli
hans, — en hann varð þá aldrei nema 57 ára. Við söknum þess,
að okkur skyldi ekki auðnast að tjá honum vináttu og virðingu
á þann hátt, að hann mætti gleðjast hjartanlega af, jafnvel svo,
ef vel tækist, að sú gleði yrði honurn til nokkurrar stoðar í lífs-
baráttunni. En þetta er svo sem segin saga um okkar góðu