Jörð - 01.12.1946, Side 64
222
JÖRÐ
björgum og steinhell-
um. Safnaði hann öll-
um hellum, er til náð-
ist, jafnvel í annarra
manna löndum og
hinum megin í daln-
um, og lét draga þær
heim til þess að nota í
veggi sína.
Jósep bjó alla tíð
með Guðrúnu Þor-
grímsdóttu frá Hjalla-
landi og átti með
henni eina dóttur
barna, Jórunni, senr
lifði þau stutt og dó
barnlaus. Ætluðu þau
Guðrún og Jósep að
giftast á yngri árurn
og létu lýsa með sér
þremur lýsingum, eins
og lög stóðu til, en er ríða skyldi til Þingeyrakirkju á brúð-
kaupsdaginn, sinnaðist hjónaefnunum, því að bæði voru nokk-
uð mikil fyrir sér. Var þá sprett af hestunum og hætt við brúð-
kaupið, enda ekki minnst á það* framar, svo að menn viti, en
ekki varð sarnbúð þeirra Guðrúnar alltaf með þeim brag, sem
tíðastur er í tilhugalífi. Guðrún var talin greind kona, en skap-
stór og svo ómannblendin, að nágrannar hennar sáu hana sjald-
an. Þegar Jósep var að bana kominn í allhárri elli, ætlaði Guð-
rún hans að fara að láta vel að honum, en þá sneri karl sér til
veggjar og sagði: ,,Of seint, Gunna.“
Ekki liðkaði það sambúð þeirra Jóseps og Guðrúnar, að
hann var drykkfelldur mjög, a. m. k. á efri árum. Oft hélt hann
sig 1—2 vikur í senn á Blönduósi hjá Sæmundsen, fór þaðan
með nesti til heimferðarinnar, en hún varð oft 4 dagleiðir hjá
honum, þótt fram að Hjallandi megi ríða á 2—3 tímum frá
Blönduósi. Ekki svaf þó Jósep mikið á þessari leið, því að jafn-
Jóscp á Hjallalandi.
(Hallgr. Einarsson, Akureyri, Ijósra.)