Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 65
JÖRÐ
223
an varð að vaka hjá honum og skrafa við hann, þar sem hann
gisti. Rólegur var Iiann við vín, en gat verið mjög stríðinn. Jós-
ep var þaullesinn í Íslendingasögum og hafði jafnan spakmæli
úr þeirn á reiðum höndum. Hann var gagnorður og fyndinn í
tali og notaði mikið alis konar rósamál, því að hann nefndi fáa
menn eða staði með sínu rétta nafni. Verzlununum á Blöndu-
ósi gaf h'ann öllum nöfn. Sæmundsensverzlun hét Skildinganes,
kaupfélagið Silkiborg, en hinar minni verzlanir Loforðastaðir,
Getuleysi og Svefnstaðir. Nágranna sinn einn, senr var að fara
í kaupstað með sleða, bað hann að taka fyrir sig nokkur tré, sem
.hann ætti úti á Blönduósi, en hinn kvaðst ekki geta það með
neinu móti, því að fullt yrði á sleðanum. Eftir nokkurt þjark
um þetta, sneri Jósep sér að fylgdarmanni hins og bað hann að
gera sér þann greiða að halda á þessu, það væri eitt búnt af eld-
spýtum. Stórtré þau, sem hann notaði til húsagerðar og til þess
að vega upp með þunga hleðslusteina, kallaði hann aftur á
móti tannstönglana sína.
Það var háttur Jóseps að standa í túnhliði sínu, er gestir riðu
um garð, og bjóða þeim að koma heim til þess að fá baunaseyði.
en svo nefndi hann ætíð kaffið.
Ýmsar sögur fara af þeinr Jósep og Sumarliða pósti, senr einn-
ig var drykkfelldur og annað afarmennið frá. Eitt sinn höfðu
jreir lrestakaup að skilnaði, er Jósep lrafði fylgt hinunr úr lrlaði,
en svo lauk skiptum Jóseps við hinn nýja reiðskjóta, að hann
konr gangandi heim með hnakkinn sinn á bakinu. Varð lronum
þá að orði: „Það er seintekinn gróði að eiga hestakaup við
Sumarliða póst.“ Er það oft lraft að máltæki síðan.
Sagt er, að Jósep lrafi eitt sinn gefið lreilan hestburð af mat-
vöru fátækum manni einum, sem átti undir högg að sækja með
úttekt í verzlununr, og að í annað skipti hafi hann gefið snauð-
um nranni kú, en ekki vildi lrann, að jressu væri á lofti haldið.
Jósep lrafði jafnan sítt hár, úlfgrátt á síðari árum, og stóð
hárkraginn mjög út. Skegg var sanrlitt, en andlitið þrútið og
rautt, varirnar þykkar og sú neðri nokkuð slapandi. Hann gekk
með uppbretta skinnhúfu sumar og vetur og var jafnan vettl-
ingalaus, lrvernig senr viðraði. Varð flestum starsýnt á hann í
fyrstu og enginn er sá luinvetnskur bóndi af þeim, sem ég lref