Jörð - 01.12.1946, Síða 66
224
JORÐ
kynnst, er ég tel ómaklegra að gleymist með öllu en gamli Jós-
ep á Hjallalandi.
„Grandavísur"
Valdimar licnónýsson, bóndi ó Ægisíðu ;í Vatnsnesi, flutti nýlega nokkrar fer-
skeytlur eftir sig í Rfkistitvarpið; þar á meðal vísur, er hann nefndi „Granda-
vísur". Upptök þeirra voru þau, að Stcphan G. Stephansson orti undir „marg-
samhendri skammhendu" ljóð, er hann nefndi „Vegtamskviðu", þá er hann kom
heim úr Islandsför sinni, og hirti í ljóðaflokknum „Heimleiðis". I>á fóru skag-
firzkir hagyrðingar að leika sér að þessum hætti; fyrstur líklega Jón Pétursson
frá Valadal með þessari vísu:
Eg vil henda óðar kneri
ujip til strandanna,
þó hann lendi á leyniskeri
ljóðagrandanna.
Þegar Sveinn í Elivogum heyrði vísuna, kvað liann:
Sé eg land og ljóma' af degi,
leystur vandanum, —
seglið þanda fleytir fleyi
fram hjá grandanunr.
Þetta kom Valdimar á slað:
Fokkuhanda fák eg vendi
fram að grandanum,
stjórnarvandinn hæfir hendi,
höndin vandanum.
Brims af sogum lilönduð þræta
byltir vogunum.
Siglur hogalientar mæta
liyljatogunum.
Vör þó mæti kaldra kossa,
koma hæturnar:
Ægir lætur ha-gt mér liossa
heimasæturnar.
Dreg eg tröf að hæstu lninum,
herði á kröfunum;
drekahöfuð hyltir hrúnum
hrims í köfunum.
Röng og bendur skálda í skyndi
skarpa hendingu.
Dulin hendi veifar vindi,
vog og lendingu.
Fann eg stoð að farmannsreglum,
firrtur voðanum,
fleytti gnoð með fullum segluni
fram hjá boðanum.
Lífs til stranda ljóst ég kenndi
leið úr vandanum.
Bar mig andi í Herrans hendi
heim frá grandanum.