Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 67
Guðmundur Gíslason Hagalín:
Öllu breyta þeir
I^VÆR manneskjur, karl og kona; komu niður hlíðina,
. austan við Höfðavík.
Karlmaðurinn gekk á undan. Hann gekk longum, hægum
skrefum. Hann vair svolítið lotinn í lierðum.ogþóaðhann héldi
ekki á neinu í höndunum, héngu þær hreyfingarlausar niður
á læri. Vaðmálstreyjan var heldur ermastutt, og hendurnar,
beinamiklar og lrlakkar, sýndust ef til vill enn þá stærri fyrir
það, að úlnliðirnir sáust greinifega fram undan ermunum.
Andlitið var rautt og veðurbitið, kjálkarnir breiðir, þykkir
og bogmyndaðir, nefið gilt, en stutt, ennið lágt, en breitt
og rist djúpnm hrukkum. Gult yfirskegg hékk í löngum totum
niður með munnvikjunum. Augun voru ljósblá og óvenju tær,
en hvarmarnir rauðir og þrútnir. Hálsinn var í rauðblökkum
fellingum, gildur og sinamikill. Herðarnar voru breiðar og
kúptar — svo umfangsmiklar, að neðri hluti líkamans sýndist
of veigalítil 1 — nema fæturnir; þeir voru áberandi stórir, og
stórutáaliðirnir stóðu eins og lrnútur út í selskinnsskóna.
Við og við leit maðurinn upp, horfði nokkur augnablik á
vesturhimininn. Rauð brún kyrrlátra kvöldskýja varpaði
bjarma niður í skuggabláma aflíðandi fjallanna vestan víkur-
innar. Einstaka sinntim stanzaði maðurinn og leit um öxl,
horfði andartak á kvenmanninn — eins og þegar litið er til
krakka, sem er í fylgd með manni og maður veit sig eiga að
bera ábyrgð á. . . . En svo leit liann af henni, snöggt og eins
og hálfflóttalega — og renndi hornauga til fjallsins, sem þau
höfðu farið niður: Dökkir klettar með rauðleitum aurgeirum
og gráum og gróðurlausum skriðum á milli. Síðan spýtti hann
um tönn og ræskti sig, og því næst umlaði í honum, lágt og
dimmt. Það var partur af rímnalagi — en engin orðaskil. Og
svo datt umlið allt í einu niður, en lognaðisit ekki út af.
Hún gekk líka löngum, hægum skrefum, og hún var einnig
b'tið eitt lotin í herðum. Svörtum ullarklútnum, sem hún hafði
15