Jörð - 01.12.1946, Side 68
226
JÖRÐ
bundið um liöfuð sér, liafði lu'in nú ýtt aftur á hnakkann, og
skolLeitt hárið var úfið nema fremst. Þar hélt það skiptingunni,
sem var yfir miðju enni. Andlitið var rauðleitt, heldur smá-
gert — nema munnurinn, sem var allstór og varaþykkur. Aug-
un voru grá, lítil — augnaráðið dauflegt og starandi, en eins
og í því þolinmæði og seigla. . . . En öðru hverju hvarflaði hún
augunum sitt á hvað — og þá var eitthvað h.eitt og ákaft, villt
og hræðslukennt við augnaráðið. Hún var í grárri peysu og
svör.tu pilsi, sem stytt var upp undir hné, og í svörtum ullar-
sokkum, sem voru í fellingum neðan til á leggnum, og á smáum
fótunum hafði hún hvítbrydda, svarta skinnskó. Hún var í
lægra Lagi, lrekar gildvaxin, en þó grönn um mittið. Þegar
maðurinn leit á hana, brosti hún svolítið. Það var eins og
hún vildi segja:
— Það þarf ekki að gá að mér. Þetta gengur vel.
Ur hlíðinni komu þau ofan í stórþýfða móa, gróna rauðleitu
og gulbrúnu grasi. Fram undan þeim var árósinn, stálblár í
skugga kvöldsins.
Þau gengu nú á ská inn og vestur að ánni, stefndu þangað,
sem ósinn þraut. Lóuhópur flaug þvert yfir móana, bylgjaðist
og þyrlaðist fram og aftur — eins og vindflog sveifluðu honum
til. Karlmaðurinn Leit upp í loftið:
— Farnar að hópa sig, Sólveig litla! sagði hann dræmt og
támÍQga. En svo eins og hrökk hann við og horfði niður fyrir
fætur sér.
Það leið stund, og það marraði í hörðu og grófgerðu grasinu
undir fótum þeirra. Svo sagði kvenmaðurinn:
— Þær eru að kenna ungunum sínum að fljúga. Það var
eitthvað dreymið í röddinni.
Maðurinn fór að raula. Engin orðaskil. Lagið þunglyndis-
legt — eins og íhugandi líka. Endaði í viðkvæmum, brostnum
tón.
Yfir ósnum sveimuðu hvítfuglar, dreifðir, einmanalegir, þög-
ulir.
Aftur byrjaði maðurinn að raula. En svo hætti hann í miðju
lagi. Það var eins og tómt rúm yrði allt í einu í loftinu í