Jörð - 01.12.1946, Page 69
JORÐ
227
kringum hann. Hann ræskti sig órólegur, ók sér. Svo leit hann
á ósinn, og sagði:
— Hann hefur kainnski gengið í ána núna í strauminn.
Hann skimaði augunum í áttina til árinnar, en hún sagði
ekki neitt.
Hann sagði og kinkaði kolli:
— Fuglinn veit.
Hann nam staðar og leit til bæjarins í túninu — hinum meg-
in árinnar. Grænt þak með fáeinum gulurn skéllum, tvö sól-
skinin og veðurbitin þil frarn á hlaðið.
Hann leit um öxl. Þau horfðust í augu. Nú var hann fast-
eygur, og hún eins og heyktist sivolítið, og svo fór hún að titra.
Þá hélt liann af stað, hún á efitir — i sömu fjarlægð og áður.
Hann raulaði á ný. Svo sagði hann:
— Nú rýkur ekki í Höfðavík.
Steinhljóð. Þau voru hæði stönzuð.
Svo sagði hann:
— Ónei, nei! Hann sagði þetta hátt og eins og hann vildi
með því taka fyrir einhvern efa. En svo fór hanm að blístra.
Það var einhver lagleysa — ósköp barnalegt lijá honum. . . .
Og hann hætti.
Hún ræskti sig. Svo varð það ekki meira.
Þá brá hann við hart, og síðan hélt hann af stað, sama
göngulag og ganghraði. Hún eins og fetaði sig í sporin hans —
voru engin spor.
Þau korau að brúnni, planka úr skipssúð — með trénöglum í
og grænni málningu ltér og þar. Hann var lagður milli tveggja
móleitra klappa, þar ,sem áin var mjóst — rétt fyrir ofan ósinn.
Á enda plankans ltöfðu verið settir stórir steinar, til þess að
hann fyki ekki í harðviðrunum.
Maðurinn nam staðar við brúna og leit til kvenmannsins.
Svo klóraði hann sér undir hökunni og sté yfir steininn, sem
var á brúarendanum. Hann stikaði eftir plankanum, var í fám
skrefum kominn yfir. Svo nam hann staðar á k'löppinni hinum
megin, vék sér við og sagði allt í einu við stúlkuna, sem var
komin miðja vegu:
— Á ég kannski að taka í höndina á þér, Veiga litla? Það