Jörð - 01.12.1946, Síða 72
230
JÖRÐ
hætti jafmkyndilega og hann hafði ibyrjað, og maðurinn liall-
aði sér ennþá lengra áfram, var alvaran sjálf, já, ekki laust við
hátíðleik í svipnum.
Nei — nú var ekki spurt — og enginn sagði:
— Væri ekki rétt, að þú dyttaðir að hesthúskofanum á
niorgun, Þorfinnur minn? Þú varst eitthvað að segja mér það
um daginn, að það væri kominn að hruni á honum kampurinn.
Hún gæti verið með þér miðstykkið úr deginum, telpan. Þó
að 'hún sé ekki máttarmikil, þessi ögn, hún Veiga litla, þá ætti
hún að geta rétt þér steinflögu eða torfusnepil. Það er aldrei
svo, að ekki muni um liverja höndina, þó að hún sé veikburða
og veigalítil.
Maðurinn spýtti, sagði:
— Hiuh, Iiuh! Kunni lagið, sú, sú. . . .!
Hann steinþagnaði í miðjum klíðum. Það skyggði meira og
meira í baðstofuikorninu. Nú urðu ekki lengur greindir litirnir
í brekaninu. En það var eins og rúmið lifnaði við, að hula
rökkursins drægist yfir það. Það var svo sem enginn hlutur
liægari en að ímynda sér, að einhver lægi hreyfingarlaus undir
ábreiðunni, — já, fór hún ekki eitthvað að iða, ef maður Ivorfði
nægilega lengi á hana. . . .? Það var eins og maðurinn drægi
alls ekki andann — sagði síðan:
— Jú, ætli maður taki ekki kampinn á morgun? Ég held
bara, að égþurfi ekkert til kinda.... Það væri þá lielzt, að mér
dytti í hug að fleygja neti í ósinn, draga fyrir, — sýnist það á
fuglinum í kvöld, að það kynni. . . . Hann þagnaði — eins og
tekið hefði verið fyrir munninn á honum, og hann hrökk við,
eins og kýttist í herðum. Svo strauk hann sér snöggvast yfir
ennið, þreif síðan tóbaksdósir upp úr vasa sínum og tók í nefið.
Hann sogaði upp í það tóbakið með feiikna gusti í nösum og
ræskingum í koki. Því næst hóstaði hann, stundi og vikraði
fótunum eftir gólfinu, en síðan kvað hann hátt og snjallt:
Mér er að því ekkert gagn,
um þótt róli á kvöldin.
Hrollköld er ég, horfið magn,
og hef ekki lyklavöldin-völd-in!