Jörð - 01.12.1946, Side 73
JÖRÐ
231
Hann sat þögnll og svo sem Mustaði á enduróm sinnar eigin
raddar. Svo stóð liann upp, hægt, en þó eins og styrkur og
ákveðinn vilji væri í .hreyfingunum. Hann skimaði í kringum
sig, líkt og hann ætti þess von, að einhver kynni að liggja á
gægjum, en því næst beindi liann augunum yfir á þilið undir
stafnglugganum. Hann hvessti augun — en svo settist hann
niður, varð ekki úr neinni göngu fyrir honum. En 'hann 'horfði
ennþá á þilið. Þar liéngu lyklarnir.
Það var reyndar ekki hægt að sjá, að þetta væri lyklakippa,
en hann átti að vita það. Þarna höfðu þeir hangið, lyklarnir
hennar Þorkötlu, öll þessi ár, senr .hún hafði legið í rúminu.
— Má ég fá lyklana þína, mamma? spurði telpan, spurði
hún Sólveig.
— Hvað ætlarðu að gera með þá, barn?
— Ég þarf að ná í kandís.
— Taktu þá, ögnin mín. Þeir eru þarna á naglanum við
höfðalagið — lield ég.
Hann gilotti, Þorfinnur. Hjú, hún hélt það, sú gamla. Þeir
liöfðu víst aldrei verið hreyfðir, lyklarnir, í samfleytt níu ár,
án þess að liún væri um þá beðin. Hvenær liafði nokkur hreyft
Iiönd eða fót í þessari baðstofu, svo að hún vissi ekki af því?
Ekiki bóndanefnan, ekki telp. . . . ekki hún Sólveig. Nei, ekki
einn sinni seinasta hálftímann, sem hún tórði, hafði nokkur
lireyftsig svo þarna í baðstofunni, að hún hefði ekki vitað það.
Þar var andinn fleygur á öllum tímum sólarhrings, þó að fæt-
urnir hefðu sagt stopp og legið eins og skrælþurrir hvanna-
njólar í rúminu. . . . Og ,hvað. . . .? Eins og hún passaði ekki,
rúmum hálftíma áður en hún dó, að hafa hana Sólveigu,
telp. . . . nei, hana Sólveigu við rúmið hjá sér, þegar hún píndi
út úr sér við bóndanefnuna:
— Égbið þig. . . . ég trúi þér fyrir barninu — eins og sjálfum
guði mínum, Þorfinnur minn — því að þú hefur verið henni
góðistjúpinn — það veit. . . .
Svo gat hún ekki kreist upp úr sér meira — en augun, þau
brunnu. . . . Og aftur hló Þorfinnur bóndi kuMahlátur. . . .
Og svo varð þessi tóma.... lrola þögn....