Jörð - 01.12.1946, Side 74
232 JÖRÐ
SOLVEIG kom inn með tvær skálar. Hún setti aðra þeirra
á borðið undir stafnglugganum.
— Gerðu svo vel.
— Þakka þér fyrir, Veiga mín.
Hún leit snöggvast á hann í luiminu. . . . Þessi hiklausa. . . .
þessi laumulega hlýja í rómnum, sem ekki var þó eins og hann
væri að tala við. . . . við barn?
Hann var byrjaður að borða, og hann horfði ofan í skálina.
Svo sneri þá Solveig sér við, en hún svo sem hikfetaði sig að
rúmi sínu. Samt settist hún með skálina og tók að borða skyr-
hræringinn.
Það var ekki talað um að kveikja, það var ekki talað eitt
einasta orð ylir matnum. Og enginn sá, hvort augum var
skotrað — og þá ekki heldur, hvert þeim var skotrað. ... En
langt var nú síðan borðað hafði verið úr grautarskál Jrarna í
baðstofunni í brúnamyrkri — já, það mátti heita komið brúna-
myrkur í baðstofunni.
— Kveiktu, barn!
Eða:
— Því kveikiiðu ekki, bóndi minn?
Það fór að gilamra í skálum og skeiðum. Bráðum var þessari
myrkramáltíð lokið. Nú setti hann skábna frá sér á borðið,
harkalega .... engin varfærni hér. Þar stóð Sólveig á fætur
og gekk Jressi fáu fet inn að borðinu.
— Guð laun fyrir niatinn!
— Haltu til góða, Sólveig.
Rétt sem snöggvast hikaði hún. Svo tók hún skálina hans
af borðinu og gekk fram úr baðstofunni.
Hann hallaðist fram á hendur sínar á ný. Hann snýtti sér
óþarflega harkalega og ropaði hátt. Svo tók hann í nefið,
stundi, ræskti sig, skrapaði fæti eftir gólfinu.
— Hojæja — ef hún hefði vitað. . . .? Hann sagði þetta lágt,
en drýgindalega, þó svo sem skjálfti í röddinni. Hann vikraði
sér til í rúminu. Svo sagði hann hærra en áður: — O, það er
nú svo: Það er enginn í rúminu þarna á móti, — það er engin
á fjölum úti í skemmu! Hann þagnaði, og Jiað kumraði í hon-
um, og hann hélt áfram með sjálfum sér: Svona var það: Hún