Jörð - 01.12.1946, Page 75
JORÐ
233
hvíldi í svartri kistu, sem hann hafði rekið saman úr sterkri
eik og með fimm tommu nöglum, hvíldi í kirkjugarðinum
í Espifirði, þrjár áJnir fullar niðri í rauðri rnold. Já, svona
var það — hann og Sólveig ein í bænum, ein á jörðinni Höfða-
vík. Þar var pví slegið föstu. Lyklarnir, — þeir voru eins og
hvert annað iuisbóndalaust góz. Ha? Ekki aldeilis. Það var
hann, sem loksins réð yfir þeim — réð öllu, titi og inni, og
það hvíldu engin augu á honum, og það var enginn, sem
spurði!
Hann ræskti sig hraustlega, reis á fætur. Hann rétti út frá
sér handlegginn, kreppti hnefana, kreisti. Menn teygja stund-
um úr sér á þennan hátt — sér til þæginda. O, það brakaði í.
Sveltur hafði hann aldrei verið í Hvkabjarnarvík. Hann vatt
sér að þilinu, þreif lyklana og handlék þá. Hann tvísté svolitla
stund — eins og hann hefði komist út úr jafnvægi, hampaði
lyklunum. Svo vék hann sér aftnr yfir að rúminu og hlammaði
sér niður.
Sólveig opnaði dyrnar og gekk inn að rúminu sínu. Hund-
urinn geispaði syfjulega franimi í göngunum, og í grasinu á
þekjunni suðaði hóglát gola.
Sólveig tók ábreiðuna ofan af rúminu, braut hana saman
og lét hana á fótagaflinn. Þorfinnur Iieyrði Jretta, en sá ekki
neitt. Nú kom hún yfir að rúminu hans. Hann stóð á fætur.
Hún braut ábreiðuna saman og lagði hana á borðið. Nú lag-
aði liún sængina, sem hafði verið samanbrotin uppi við þil.
Síðan gekk Sólveig á ný að sínu rúmi.
Þau fóru bæði að afklæða sig. Þvílíkt brúnamyrkur. Ekkert
orð. Hann tók lyklana úr buxnavasa sínum og vó þá í hend-
inni. Það hringlaði í Jreim, og hann heyrði, að Sólveig hélt
niðri í sér andanum. Svo tautaði lvann, því að ekki ætlaði hann
að fara að liræða hana:
— Ég sting þeim hérna undir koddann minn.
Hún var eitthvað að stjákla frammi á gólfi, eftir að hann var
kominn niður undir. Svo heyrði hann, að hún fór upp í og
hreiddi á sig sængina, klappaði hana slétta, dró þungt andann.
Svo heyrðist ekkert. Nei, það heyrðist ekki andardráttur. Hún
'á vakandi og horfði út í myrkrið.