Jörð - 01.12.1946, Side 76
234
JÖRÐ
Hann ræskti sig. En það varð ekki úr því, að hann segði
neitit. . . . Svo beindi hann huganum út fyrir veggi baðstof-
unnar — skaut með því einhverju á frest. Hann renndi aug-
unum yfir túnið, sá snögga, dimmgræna hána, sem ekki hafði
verið slegin — og á stöku stað bera ogbleika þúfnakolla. Hann
leit á hesthúsið. Víst var það aldrei nema satt, að hlaða þurfti
upp 'hesthúskampinn. Þarna voru tveir steinar hrundir, og
þarna hafði moldarhnaus troðist niður í hána. O, hún vissi,
livað hún söng,,hún Þorkatla. . . . Eða hafði hann. . . .? Humm,
jú. það hafði víst verið hann — hafði verið að gera henni upp
orðin. Það var nú sama samt. Þetta þurfti viðgerðar. Rauður
liafði einmitt í vor, þegar frost var að fara úr jörð og veggjum,
alltaf öðruhverju verið að nudda lendina við kampinn. Það
var meiri ekki sen íþróttin lijá klársmáninni.
Þorfinnur lagði eyrun við. Sólveig hafði hreyft sig í rúm-
inu. Og strax var eins og kippt hefði verið í teygjuband, hugur
lians allt í einu komiinn inn á milli þessara baðstofuveggja,
undir þessa súð. . . . Þorfinnur ræskti sig. Honum var ómótt.
Skyldi hún vera hrædd? Við Iivað svo sem?.... En hvort
luin. . . . hvort henni fannst hún. . . .? Hann ræskti sig aftur,
og skyndilega þvingaði hann hugann út fyrir baðstofuna. Nei,
honum tókst ekki að sjd, en hann hugsaði: Jú, Jrað varð að
stinga hnausa út í mýri, en sömu steinarnir gátu dugað, eins
og þeir höfðu dugað.
— Finni!
Hann kipptist við í rúminu, og ósjálfrátt varð honum litið
yfir til rekkjunnar með salonsábreiðunni. En þar mótaði
hvorki fyrir lit né lagi. Hann hreinsaði kverkarnar:
— Varst þú kannski eitthvað að kalla, Veig. . . . Sólveig mín?
Andartaks þögn.
Svo frá Sólveigu, rétt eins og hún væri móð:
— Ja-há.
— Er. . . . er eitthvað að Jrér — kannski?
t— Ne-nei.
Enn ræskti hann sig:
— Ertu kannski hrædd við eitt-hvað?
Þögn.