Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 78
236
JÖRÐ
og nu tók Þorfinnur hrottalega í nel ið, stútaði sig og imarg-
stútaði sig á pontunni.
Síðan:
— Já, ekki er nú svo mikill aldursmunurinn, sagði hann —
tveiniur árum minni en a mer og konunni, ellefu ár þar, níu
hjá ykkur.
Nú held ég, að ég liafi klárlega staðið orðalaus.
— Það er búið að breyta lögunum, sagði hann.
— Ha? sagði ég og ætlaði að drepa hann með augunum.
— Já, það varðar ekki við lög lengur, að þið. . . .
— Að þeir breyti sjdlfri syndinni?
Þá hló hann og saaði:
— Eg held þeir láti sig nú hafa það.
Þá þagði ég og grundaði. Svo horfði ég á hann, og ég lield
nokkuð alvarlega:
— Má maður treysta þessu, Jónatan?
— Ég skal sýna þér það svart á hvítu.
Þá vissi ég, að maðurinn mundi ekki vera með nein fífl-
skaparmál, svo ég sagði þá bara:
— Já, ö-llu breyta þeir nú, kalla ég.
Og þá fór hann hreinlega að lilæja.
Það var ekki andað í rúminu hennar Sólveigar.
— Kannski þú treystir þér þá til að taka við lyklunum,
V eiga?
— Jú — eitt stutt já — næstum ekki nema eins og andkaf.
Þá sleppti hann rúmstokk og sperru, Þorfinnur:
— Ég held þá ég fái þér þá heldur fyrr en síðar.
Svo fór liann fram úr rúminu og færði henni Ivklana.
Ritgcrð Hagalíns hér á eftir cr aðeins fyrsti þriðjungur alls verksins,
og mun framhaldið konta í næstu heftum JARÐAR: Fyrst það, sem cftir
er yfirlitsins tim bókmenntirnar milli styrjaldanna. Síðan vfirlit um hið
allra síðasta og horfur í heimsbókmenntunum, ásamt áliti hans um nauð-
synleg stefnumið. — Segið frá þessari merku ritgerð!