Jörð - 01.12.1946, Page 79
Guðmundur Gíslason Hagalín:
Bókmenntir
og vandamálin
Myndina tók Þorsteinn Jósepsson.
I.
Á víð og dreif.
Fyrir 1914 ^ ^runum heimsstyrjöldina fyrri var það trú
margra, að aldrei mundi framar koma til ófriðar,
sem neitt kvæði að. Þar yrði aðeins um að ræða bardaga villi-
mannaflokka, landamæraskærur lítt siðaðra þjóða, sem brátt
yrðu að láta í minni pokann fyrir voldugri aðilum, er skærust
í ieikinn — og svo ef til vill einstaka nýlenduuppreisnir, sem
asttu rætur sínar að rekja til úreltra aðferða um meðferð og
skipan nýlendumála.
En ,,gula hættan" — hættan frá hinu tæknilega stórveldi Jáp-
an og frá hinu vaknandi Kína? Jú, ýmsir vöruðu stranglega við
benni, en hins vegar töldu bjartsýnir menn, að svo mjög yrðu
efld samtök Vestmanna og Evrópuþjóða, að létt mundi að hirta
til hlýðni hina herskáu Mongóla, bæði með hernaðarlegum og
viðskiptalegum refsiaðgerðum.
En hvernig gátu menn ályktað svona, þar sem vitanlegt var,
að vopnabúnaður Evrópuþjóðanna varð með hverju árinu sem
leið meiri og fullkomnari og að sá maður var af mörgum grun-
a®ur um græzku, sem var glæsilegastur og í rauninni valdamest-
ur í Evrópu, en það var Vilhjálmur II. Þýzkalandskeisari? Það
Var að minnsta kosti óhætt að segja, að flestra dómi, að hann