Jörð - 01.12.1946, Side 80
238
JÖRÐ
væri hégómlegur ævintýramaður, en slíkir menn svífast einkis,
ef þeir á annað borð fá það í höfuðið að koma einhverju fram.
Skoðun manna var, að annars vegar væriorðinsvosterkhreyf-
ing meðal þjóðanna sjálfra í áttina til algers friðar, samfara
virðingu fyrir andlegum verðmætum og mannhelgi — en hins
vegar svo ríkur ótti jafnvel styrjaldarsinna við afleiðingar ó-
friðar og svo tilfinnanlegar byrðarnar, sem lagðar voru á stór-
þjóðirnar vegna herbúnaðar, að endirinn yrði sá, að þær kæmu
sér saman um afvopnun og beygðu sig í deilumálum undir
alþjóðadómstólinn í Haag. Síðan hefðu þær með sér samtök
um að aga þá þjóðflokka eða þær þjóðir, sem ekki vildu sætta
sig við friðsamlegar lausnir málanna og þátttöku í alþjóðlegri
verndun friðarins. Og ýmsir voru þeir, sem töldu, að í rauninni
mundi Vilhjálmur keisari meina það, sem hann sagði, þá er
hann talaði sem fegurst um frið og samstarf, þó að til væru
þau öfl í Þýzkalandi, sem óskuðu stríðs.
Og víst virtist nokkur ástæða til að álykta svona á þessum
árum. Verzlun og viðskipti blómguðust, og alls konar tækni-
legar 'framkvæmdir, og kjör verkalýðsstéttanna höfðu stórbatn-
að í hinum bezt menntu löndum, og ekki voru þau sízt i Þýzka-
landi. Þá var verkalýðshreyfingin orðin afar sterk víðs vegar
um lieim, og var af mörgum talið, að hún, út af fyrir sig, gæti
komið í veg fyrir ófrið í mestallri Evrópu og sameinað, ef með
þyrfti, öll vestræn öfl gegn ófriðarþjóðum, sem annars staðar
byggju. Svo var og sívaxandi andúðin á undirokun smáþjóða
og illri meðferð á blökkumönnum og öðrum þeim þjóðflokk-
um, sem ekki stóðu að tæknilegri menningu, þekkingu og
mannúðlegum hugsunarhætti jafnframarlega Evrópuþjóðum
og Vestmönnum. Bretum var legið á hálsi fyrir ástandið í Ind-
landi, heimsblöðin bitu hæl þeirra út af Búastríðinu og skáld-
in lágu þeim á hálsi fyrir þá styrjöld (sbr. hjá Guðmundi Frið-
jónssyni: Hundingjans, sem Búann bítur), og enn'fremur tóku
menn víðs vegar um lönd málstað íra gegn brezkum stjórnar-
völdum. Þjóðerniskúgun Þjóðverja á Pólverjum í Austur-
Prússlandi og Schlesíu og Dönum í Suður-Jótlandi mæltist hið
versta fyrir, og sömuleiðis framkoma Rússa gagnvart Pólverj-
um og Finnum. Þá átti Tyrkinn ekki upp á háborðið fyrir of-