Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 81
JÖRÐ
239
sóknir sínar gegn kristnum Armeníubúum, og Austurríkis-
menn þóttu leika slavneskar þjéðir í ríki sínu ærið hart. Belgir
voru fordæmdir fyrir framkomu sína í Kongó og Hollending-
um álasað fyrir viðurgerning við Malaja í Austur-Indíum.
Ritfrelsið var svo að ségja ótakmarkað, hvarvetna í Evrópu
utan Rússlands, og í Rússlandi unnu stjórnleysingjar og frels-
isvinir skemmdarverk og hermdarverk gegn harðstjórninni —
með velþóknan flestra í hinum vestræna heimi. Þá var og
mannhelgi meiri en nokkru sinni fyrr eða síðar. Líflátsrefsing-
ar voru sums staðar numdar úr lögum, en víða annars staðar
gerðar að dauðum bókstaf. Andans menn voru í hávegum hafð-
ir og þjóðum veitt virðing mjög að menningarlegum verðleik-
um. Sjálfur Rússakeisari var talinn ekki treystast til að snerta
eitt hár á höfði Tolstojs greifa, þó að hann uim víða veröld
ófrægði rússneska einveldið og þau kjör, er þorri þegna þess
átti við að búa. Þá er það komst upp, að dæmdur hafði verið í
Frakklandi til missis metorða, æru, eigna og í ævilanga þrælk-
unarvinnu saklaus liðsforingi af Gyðingaættum, varð úr því
heimshneyksli, og skáldið Emilé Zola, sem beitti sér mjög fyrir
upptöku málsins og nýrri rannsókn, varð frægari af því og vin-
sælli en af skáldritum sínum, sem höfðu þó hlotið geysiút-
breiðslu og gert hann að einu af áhrifamestu og mest umdeildu
skáldum veraldar. Ef ég man rétt, varð og út úr því ógnargnýr,
fám árum fyirir heimsstyrjöldina fyrri, að spánskur maður hafði
orðið fyrir réttarfarslegu ranglæti. Loks vakti það heimsathygli
og hrifni, þegar Svíar létu það viðgangast, að Norðmenn slitu
ríkjasambandinu milli Noregs og Svíþjóðar, og ekki vakti það
sízt ;trú á aukið traust þjóða á milli, þegar Norðmenn sam-
þykktu að rífa niður virkin, sem þeir höfðu komið upp við
landamæri sín og kostað of fjár á sinn mælikvarða.
Bókmeúntirnar voru yfirleitt hvorki afturhaldssamar né
byltingakenndar. Þær fjölluðu allmikið um alþýðustéttirnar og
og stefndu að umbótum-, réttarbótum og að því að halda til
haga menningarlegum verðmætum alþýðunnar. Þá gætti nokk-
uð andúðar á vaxandi tækni og vélgengi, og var lielzt í sam-
bandi við það, að nokkurs afturhvarfs varð vart frá þróun tím-
anna til einfaldari en sjálfstæðari lífsforma. Allmörg skáldanna