Jörð - 01.12.1946, Side 82
240
JORÐ
gáfu sig við sál'fræðilegum viðfangsefnum!, en í bókmenntun-
um virtist ekki vera nein veruleg ólga, yfirleitt ekkert risavaxið
við þær, samfelldari og lægri gróðurinn heldur en áður. Og les-
endafjöldinn fór sívaxandi, því að nú var tekin að bera veru-
legan ávöxt hin mikla fræðslustarfsemi, sem innt hafði verið af
hendi í flestum vestrænum ríkjum, bæði af hendi ríkisvalds,
áhugamanna og samtaka þeirra — og svo loks verkalýðssamtak-
anna.
í trúmálunum ríkti yfirleitt í Vesturlöndum. tómlátlegt
frjálslyndi hjá þeim, sem ekki voru kreddubundnir bókstafstrú-
arþrælar, sem alltof nrargir létu sér nægja játningar, kirkju-
ferðir eða bænahúsastarfsemi, en töldu sig svo í rauninni kvitta
við himnaföðurinn og gætu því þjónað þeim Adam og Mamm-
oni að vild sinni. í Jrýzkalandi, þar sem menn höfðu mjög ríka
tilhneigingu til skipulagningar og ákafa trú á framvindu alls,
án allrar röskunar og undir fána kaldrar skynsemi, sem stæði
með stikuna í höndum, eins og verzlunarþjónninn innan við
búðarborðið, var Biblían rannsökuð grandgæfilega af hálærð-
um lúterstrúar guðfræðingum, flokkuð eftir aldri og ættarsvip.
Var þarna greinilega miðað við efnishyggjuna; siðfræði Nýja
Testamenitisins sett út í búðarglugga, en undrin — og þar með
guðdómur Krists — læst inni í pakkhúsi, sem óseljanleg. En
hvað sem öðru leið, þá voru þó kenningar Krists um skyldurn-
ar við náungann í heiðri hafðar. Aftur á móti láðist mönnum
að athuga það, að einhver guð faðir, sem hafði seitt sín lögmál,
en hins vegar skipti sér ósköp lítið af hlutunum, þó að hann
reyndar ætlaðist til þess, að allt gengi sem bezt, var svolítið ann-
að en sá guð, sem hafði sent son sinn til þess að friðþægja fyrir
syndir mannanna, lét sér svo annt um þá, að hann lét lífsundr-
ið verða, svo að þeir mættu trúa á andlegan og eilífan skapandi
mátt, semj alltaf væri þeim nærri og alltaf væri unnt að komast
í samband við, einungis með hinu rétta liugarfari, iotningunni
fyrir helgi og mikilleik lífsins og tilfinningunni fyrir sjálfs sín
lítilmótleik í stuttri, jarðneskri tilveru frammi fyrir undri altil-
verunnar, — lét son sinn, gæddan öllum tilfinningum og ástríð-
um dauðlegs manns, ganga í dauðann á krossi til þess að gefa
mönnum lifandi sönnun þess að sannleikurinn um lífsundrið