Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 83
JÖRÐ
241
og um það, hvað mönnunum sé ætlað á vegferð sinni til full-
komnunar, er óendanlega miklu dýrmætari en stundlegt líf
nokkurs einstaklings. Já, mönnum láðist að athuga, að þá er
mennirnir voru sviptir h'fsundrinu og æðri máttarvöldum, sem
vektu yfir velferð þeirra og veittu þeim hjálp og styrk svo fram-
arlega, sem þeir gerðu sig hæfa til að veita slíku móttöku, — var
ekkert eftir nema annað hvort trúin á sjálfan sig sem hinn
bezta og þá um leið rétthæsta — eða á einhvern þann mann, það
ofurmenni, sem menn hlýddu þá í hreinni blindni til hvers er
vera skyldi. Þegar maðurinn hafði tekið trúna á sjálfan sig,
hlutu aðrir menn í hans augunt að verða lítilmótlegir og mann-
helgin þar nteð að engu gerð, þegar á reyndi. Og ef maðurinn,
þrátt fyrir allt, fann til vanmáttar síns og lítilmótleika, fann
sig sem ekkert nema í krafti einhvers ofurmennis, þá varð út-
koman hin sama.
TT . Svo brast ofviðrið á, ferlegra og heiftarlegra
Heimisstyrjoddin . ° ° . °
r . en jatnvel nokkurn þeirra, sem hatði gjarnan
óskað eftir því, hafði grunað, en eins og reið-
arslag fyrir hina, sem höfðu gert sér von um, að allur vopna-
búnaðurinn endaði með afvopnun og eilífum friði. Eitt skot
suður í smáborg nokkurri í hinum nýinnlimuðu syðstu fylkj-
um hins gamla Austurríkis, — og þar með kviknaði í vopna-
skemmum stórveldanna í Evrópu!
Tækniþróunin, sem skapað hafði sífellt meiri og fleiri fram-
leiðslumöguleika, án tillits til raunverulegra þarfa alls þorra
manna, hafði leitt til stórkostlegrar og óskipulagðrar fram-
leiðslu og auðsöfnunar, í miklu stærri stíl en áður hafði þekkzt
— og hinir nýju atvinnuvegir höfðu safnað að sér milljónum
manna, sem voru algerlega háðir því, hvernig framleiðslunni
^egnaði. Úr þessu hafði svo orðið trylltari og trylltari sam-
keppni um efnivöru og markaði, og iðnliersar og fjármálajöfr-
ar hvers ríkis í hópi stórvéldanna, heimtuðu vernd og forustu
af hendi sinna ríkisstjórna. Einn geipilegur liður framleiðsl-
nnnar og ávöxtunar fjárins var vopnaframleiðslan. Og vopna-
framframleiðendur sáu, að ef ekki tækist að korrva af stað stríði,
þá hlyti svo að fara, að þjóðirnar, sligaðar meira og minna und-
16