Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 84
242
JÖRÐ
ir drápsklyfjum vopnabúnaðarins, tækju þann kost, sem frið-
arpostularnir ætluðu þeim. Nú höfðu stjórnendur vopnaiðn-
aðarins komið sér mjög haganlega fyrir. Þeir höfðu tryggt sér
áhrifaríka hluthafa í flestum löndum heims. Fyrst var það, að
ef stríðs brauzt út, þá var hætt við, að hlutur þeirra yrði fyrir
borð borinn, þegar friður kæmist á, nema þeir hefðu sem víðast
ítök :til áhrifa, og svo var hitt, að því hægra var að koma af stað
styrjöld, sem þeir áttu sér fleiri örugga hjálparmenn í sem
flestum löndum. Og aðalmenn þessa hörmulega iðnaðar vissu,
að þegar fjármunir manna og gróðavon var annars vegar, þá
voru þeir ekki svo ýkja rnargir, sem létu neitt annað kornn til
greina. Því var svo það, að vopnaframleiðendurnir gátu unnið
í friði það glæpaverk, að róa öllurn árum feikilegs fjármagns að
því að grafa undan stoðum friðarins.*) Hvað dugðu svo riðandi
trúarbrögð, hvað verkalýðshreyfing? Bókstafstrúarmanninum,
hvort sem hann var kaþólskur eða lúterskur, var sagt, að Guð
væri með hans þjóð, en Andskotinn væri æðsti stjórnandi
hinna. Verkamanninnm og iðnaðarmanninum' var tjáð, að
óvinurinn mundi fyrst og fremst sækjast eftir hráefnalindum
og verksmiðjum og hvað sem öllu öðru liði, þá mundi hver og
ein ófriðarþjóð kappkosta að gereyða iðnaði og iðnaðarmögu-
leikum andstæðingsins. Bóndinn fékkóspartaðheyra.aðeinmitt
bújörð hans og gripir væru sérstaklega eftirsóknarverðir í aug-
um óvinanna. Og svo dundu sprengjur og fallbyssur í rúm! f jög-
ur ár og drápu og limlestu margar milljónir nranna, og hús og
atvinnutæki og blómlegir akrar var að mestu eyðilagt á geysi-
stórum svæðum, — auk þess senr tugmilljónir í veröldinni
höfðu í fjögur ár verið drepandi vargar — í stað þess að skapa
aukna hagsæld og menningu.
,r , . . Það hefur verið sagt af sumum, að 1 raun-
Versalainðurinn og . . , ? , , . .
, . ,, . ínni seu mðarhorturnar 1 heimmum sizt
bemar og obemar . , , c.
.. ° , verri nu en þær hati verið eftir siðustu
afleiðmgar hans. , . , . , ,
° heimsstyrjold, og án þess að eg geri her
nokknrn samanburð, þá vil ég leyfa mér að segja, að þeir taki
') Um allt þetta sbr. grein Hjartar Halldórssonar í JÖRÐ 1944, 4.-5. hefti.
Ritstj.