Jörð - 01.12.1946, Page 85
JORÐ
243
ekki mjög sterkt í árina, sem fegra ástandið nú með slíkum um-
mælum, því að sannarlega var ekki ýkja vel búið að varðveizlu
friðarins af þeim, sem réðu mestu á friðarráðstefnunni í Versöl-
um. Raunar gat það virzt svo í fl jótu bragði, að mörg spor
hefðu verið stigin í rétta átt, þar sem ýmsar þjóðir, sem áður
höfðu verið meira og minna undirokaðar, hlutu nú sjálfstæði,
og stofnað var Þjóðabandalag til varðveizlu friðarins í heimin-
um. En fyrst var nú það, að við stofnun hinna rnörgu ríkja, var
gefið tilefni til ótal erja, þar sem hvarvetna voru landamæra-
héruð með þjóðernisminnihlutum, sem hlutu að valda óró og
ólgu — og hins vegar hvergi nein skilyrði sett hinum nýju ríkj-
urn til verndunar gegn auðvaldsklóm og einræði stétta eða
flokka, hvergi hirt um. að hafa ákveðið eftirlit með uppfræðslu
fólksins, svo að tryggt yrði, að smáþjóðirnar í Suður- og Mið-
Evrópu hefðu skilyrði til að komast á hærra menningarstig. Þá
var og annað, sem sízt var betra: Einangrunarafstaða Banda-
ríkjanna og útilokun Rússa og Þjóðverja frá þátttöku í Þjóða-
bandalaginu.
Sá maður, sem í Versölum hafði vakið á sér verulega athygli
sem friðarvinur og merkisberi hugsjóna, fór af ráðstefnunni
vonlaus og nærri því að segja verr farinn en nokkur af fulltrú-
um hinna sigruðu. Það var Wilson Bandaríkjaforseti, og þá er
heim kom, snerist þjóð hans á móti honum og Bandaríkin
ákváðu að standa utan við Þjóðabandalagið og láta sig engu
skipta mál Evrópu. Þá var Jrað Rússland. Þar hafði orðið sósíal-
istisk bylting, og þar voru stofnuð svonefnd Ráðstjórnarríki.
Gegn þessum ríkjum snerust svo ríkin í Vestur-Evrópu, sem
voru hrædd við svipaða atburði heima hjá sér og gerzt höfðu
þarna eystra, og var framkoma þeirra svo heimskuleg, sem
mest mátti verða, frá hvaða sjónarmiði, sem á hana er litið.
Ekkert gat verið skaðlegra Vestnrveldunum og friðsamlegri
þróun en einmitt það, að fara með ófriði á hendur Bolsjevík-
um, án þess ]ró að leggja þar svo hart að sér, að þau hefðu sig-
ur. En sigurinn varð Bolsjevíka, og eftir hina hörðu baráttu við
rússneska hvítliða og erlendar hersveitir, sem í var alls konar
trantaralýður, var ekkert í rauninni eðlilegra en að rússneska
þjóðin, undir stjórn Bolsjevíka, fyiltist tortryggni til Vestur-
1G*