Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 86
244
JÖRÐ
Evrópu og alls, sem þaðan kæmi. Þegar svo við bættist stjórn-
málaleg og fjárhagsleg einangrun rússnesku þjóðarinnar, varð
það til að fella stefnu rússnesku stjórnarinnar, jafnt í innan-
senr utanríkismálum, í liinn allra óheppilegasta farveg með til-
liti til alþjóðlegs samstarfs um viðhald friðarins í veröldinni, og
nteð öllu var loku fyrir það skotið, að komizt gæti á nokkur
samræming stjórnarfars í Rússlandi og á Vesturlöndum. Rúss-
neska stjórnin notaði sér viðhorf fólksins, tortryggni þess og fá-
fræði til þess að knýja fram ýmsar óvinsælar breytingar, sem
stefndu að ríkisauðvaldi, auknu ríkishervaldi og flokkseinræði,
og sú einangrun, sem Rússar áttu að sæta, varð Bolsjevíkum
síðar kærkomið ástand — og er enn — til að koma í veg fyrir, að
fólkið í Rússlandi yrði sér þess meðvitandi, hvernig stóðu hag-
ir manna á Vesturlöndum — og til þess að sporna gegn því, að
jafnt vinir þess sem óvinir í Vestur-Evrópu fengju yfirlit yfir
hagi manna í Ráðstjórnarríkjunum. Rússar stofnuðu svoÞriðja
alþjóðasamband verkamanna, með aðsetur í Moskvu, og
Kommúnistaflokkar hinna ýmsu landa urðu viljalaus verkfæri
í höndum rússnesku stjórnarinnar. Þá notuðu þeir og tor-
tryggnina gegn hvítliðum og erlendum mönnum sem ástæðu
fyrir síaukinni njósnarlögreglu innan lands, en út á við voru
Kommúnistaflokkarnir „fimmtu herdeildir“ rússneska ríkisins.
Þeir gáfu því Hitler fyrirmyndir bæði um stofnun Gestapó og
hinnar alþjóðlegu njósna- og svikastarfsemi.
Svo voru það þá Þjóðverjarnir. Ákvæði Versalasáttmálans
komu þar öllu atvinnu- og fjármálalífi í hið rnesta hörmungar-
ástand, og þá, er tók að rofa til og lýðræðisöflin virtust hafa
nokktir skilyrði til að koma á friðsamlegri og skynsamlegri
þróun, var þeim neitað um þá aðstoð, sem til þess þurfti að
rétta við atvinnuvegina og friða landið, er var orðið vígvöllur
dreifðra skæruflokka Nazista og Konnnúnista. Útilokun Rússa
og að miklu Þjóðverja frá alþjóðlegu fjármálalífi og að mestu
af sviði alþjóðaviðskipta líka, neyddi þessar þjóðir til að koma
sér upp hagkerfi, sem að mestu leyti byggðist á því, að þjóðirn-
ar gætu orðið sjálfum sér nógar, en þetta varð til að koma í veg
fyrir alþjóðlega viðreisn og skapaði kreppu, sem hafði í för
með sér sívaxandi atvinnuleysi, er veikti stórum lýðræðisríkin