Jörð - 01.12.1946, Side 87
JÖRÐ
245
og veitti öfgahreyfingunum síaukið brautargengi. Svo kom
undanlátsemi lýðræðisríkjanna gagnvart Nazistum, þá er þeir
höfðu komizt til valda í Þýzkalandi — og hvorir tveggja, þýzkir
Nazistar og rússneskir Kommúnistar — og þó einkum „fimmtu
herdeildir" þeirra — óðu uppi víðs vegar um lönd og höfðu í
frammi alls konar blekkingar, sundruðu og veiktu heilbrigða
skynsemi almennings og gerðu milljónir manna að rótlausum
og föðurlandslausum málaher, sem vann eftir fyrirskipunum
frá Moskvu eða Berlín að framkvæmdum hvers konar föður-
landssvika til að flýta fyrir komu sæluríkjanna, nýskipunarrík-
is Hitlers og alheims-Eden Kommúnismans. Hermdarverk og
alls konar glæpir, af pólitískum rótum runnir, voru daglegir
viðburðir, og menn, sem höfðu eftir styrjöldina 1914—1918 orð-
ið uppvægir út af morðinu á ítalska jafnaðarmanninum Matte-
otti og yfir hinum svokölluðu Sanco- og Vansetti-málum í
Bandaríkjunum, létu sér fátt um finnast hermdarverkafréttirn-
ar, kipptu sér svo sem ekkert sérlega upp við þær. Og hver
óaldarflokkur sagði sínum fylgjendum, að fréttir af slíku úr
þein'a herbúðum væri lygi, ef ekki var átt tal við þá, sem voru
þá hermdarverkunum og réttarmorðunum algerlega samþykk-
ir. Trúarbrögð voru yfirleitt að engu höfð og „fornar dyggðir"
sömuleiðis — og mannhelgin. Dreyfushreyfingin og ótti Rússa-
stjórnar við Tolstoj voru eins og lognar helgisögur aftan úr
Miðöldum. Hver öfgaaðili trúði á sinn pólitíska foringja og sitt
pólitíska föðurland, sem hétu fullsælu og dásemd í þessu lífi —
en þurrkuðu hin gömlu máttarvöld út, og hinn sterkasti hafði,
samkvæmt lögmálum náttúrunnar, valdið og réttinn!
Svo fór sem fór.
II.
Bókmenntir tveggja áratuga.
c ,, _ . Hvert varð svo hlutverk bókmenntanna
’Pe.eill ohugnaðarms. .... . . ... ...
° ö milli hinna tveggja ægilegu styrjalda,
sem hafa yfir heiminn gengið á rúmum þrjátíu árum? Höfðu
skáldin á hendi forustu — eða gerðust þau eftirbátar? Reyndu
þau að efla trúna á hið góða í manneðlinu, stuðla að því, að