Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 88
246
JÖRÐ
það kæmi einkum fr'ám í daglegri breytni mannanna? Lögðu
þau áherzlu á siðgæði, sem styddist við það í manninum, sem
stendur í sambandi við hin skapandi og græðandi öfl tilverunn-
ar? í fám orðum sagt: studdu þau að aukinni mannhelgi í ver-
öldinni? Eða létu þau sig þetta litlu skipta, studdu máske beint
eða óbeint þau máttarvöld í manneðlinu og utan þess, sem
stefna mannlegu lífi fyrir ætternisstapa?
Einn liópur manna mun mest og innilegast hafa fagnað Ver-
salafriðnum, viss um það, að hann rnundi verða til þeirrar
blessunar, sem slíkum mönnum er allt á Jörðu. Þessir nrenn
voru vopnasalarnir. í styrjöldinni liöfðu opnazt óþekktar
gróðaleiðir, þar sem var framleiðsla nýrra vopna — og gamalla
í stórum breyttri mynd. Friður — lrvaða raunsær maður talaði
um frið? Hinn svokallaði Versalafriður — hann var viss með að
bera sinn ríkulega ófriðarávöxt í fyllingu tímans. En bjá öðr-
um bóp rnanna, í menningarlöndum heims, mun einna bezt
hafa komið í ljós óhugur sá og kvíði, sem gripið hafði um sig
hjá milljónum manna í veröldinni. Þessi hópur var rithöfund-
arnir.
Og það var ekkert undarlegt, þó að kvíði og óhugur settust
að þeinr mönnum, sem munu yfirleitt vera næmastir fyrir and-
blæ þess, sem er að gerast í kringum þá — eða er í vændum.
Allt, sem menn höfðu treyst, allt, sem rnenn höfðu trúað á,
hafði reynzt — að því er mörgum virtist — eins og sá vísi maður
orðaði það fyrir ævalöngu: Eftirsókn eftir vindi.
Trúarbrögðin, siðgæðið, alþjóðahyggja verkamanna — já,
sjálfur hinn virkilega raunhæfi friðarvilji mikils meiri hluta
alls mannkynsins — allt hafði Jretta að engu orðið í sjálfheldu
þeirra andstæðu, en þó samkynja og til ófriðar samvirku regin-
afla, sem grafið höfðu undan hinni glæstu, en veikviða höll
friðarins. Allt hið jákvæða og gróðri ldúanda hafði reynzt van-
megna, mannhelgin var svo sem visnandi tré, því að trúin á
mennina og manneðlið sem jákvætt og ábyrgt var hjá fjölmörg-
um horfin, enda himininn rofinn og hafði virzt tómur — að
sögn hinna skarpvitru! Svo voru það þá alþjóðamálin, sem ég
hef þegar gert nokkra grein fyrir. Þar var aðeins sorti framund-
an: Bandaríkin drógu sig út úr, sigldu sinn sjó og þóttust sjálf-