Jörð - 01.12.1946, Side 93
JORÐ
251
þessi lífsskoðun hvorki virtist né reyndist áhrifarík meðal
liinna lífselsku og glaðsinna Frakka.
Af verkamanna-skáldum var furðufátt í Frakklandi á árun-
um imilli styrjaldanna. Þar má fyrst og fremst nefna Pierre
Hamp, sem skrifaði margra binda skáldrit um atvinnuvegina,
en blés ekki alltaf í efnið anda lífs og listar og birti t. d. langar
skrár um framleiðslu — og útflutnings- og innflutningsmagn
á víð og dreif í skáldsögunum. Frægastir kommúnistískir rit-
höfundar voru Henri Barbusse, sem hélt óhikað fram réttin-
um til byltingar, sem framkvæmd væri með vopnavaldi, og
André Malraux, sem ekki er nú lengur kommúnisti, en hins
vegar tók þátt í bardögum með Kommúnistum í Kína og í liði
Spánarstjórnar, þegar Franco brauzt til valda. Malraux er
mikill listamaður og hefur skrifað skáldsögur frá styrjöldum
í Kína og á Spáni — og ennfremur merkilega íýsingu á lífi
og hugsunum kommúnista nokkurs, sem Nazistar haifa ihneppt
í fangelsi. I þessum bókum verður Kommúnisminn ekkert
liöfuðatriði, heldur hinar átakanlegu lýsingar á andlegum og
líkamlegmm þjáningum mannanna.
Loks vil ég drepa á þau skáld, sem fylgdu liinum margvís-
legu -ismum, svo sem Expressionisma, Surrealisma og Dada-
isma. Þessar stefnur hafa raunar, einkunl tvær ihinar fyrr-
nefndu, skapað listræn verðmæti, en hins vegar verið tilefni
rótlausra og getulítilla listgutlara til þess að vekja á sér eftir-
tekt, og víst er lum það, að skáld þeirra voru ekki franskri við-
reisn mikils virði í háska áranna milli styrjaldanna. Yfirleitt
virðast engin liin frönsku skáld hafa rnegnað að gerast forustu-
menn og vekjendur þjóðar sinnar, frekar en hinir menningar-
legu gagnrýnendur.
Sv'o fór sem fór: Kommúnistar elldust meir og meir, og þeir
fylgdu, eftir að Frakkland var komið út i styrjöld við hið
nazistiska Þýzkaland, skipunum frá páverandi dúsbróður Hill-
ers, liinum mikla Stalin, og hjá auðmönnunum var orðið að
kjörorði: Heldur Hiller en foringja lýðrœðisjafnaðarmanna,
Fcon Blum. Við vitum svo, hvert varð hlutskipti Frakka, hve
neikvætt og auðmýkjandi það varð, og sú þróun, sem nú fer
fram í Frakklandi, er bein afleiðing þeirrar auðmýkingar, sem