Jörð - 01.12.1946, Síða 94
JORÐ
252
hin stolta og gamla menningarþjóð varð að þola — þó að sú
auðmýking væri raunar sjálfskaparvíti, já, máski einmitt vegna
pess, því að sjálfskaparvítin eru verst. Þau svíða mönnum
sárast.
_ . , í Bretlandi komu fram á árunum milli styrjald-
anna bokmenntir, sem voru fyrir margra hluta
sakir merkilegar, en hins vegar voru þær ekki brezku þjóðinni
nein styrkingar- né hollustulaug í erfiðleikum hennar og kvíða
gagnvart .framtíðinni. Sannarlega var Bretum mikill vandi á
höndum eftir styrjöldina 1914—1918. Þeir voru ábyrgir í
augum heimsins í sambandi við Versalasamningana, engu síð-
ur en Frakkar, og heimsveldi þeirra, — sem var, eins og allt
var í pottinn búið, skilyrði fyrir að brezka þjóðin gæti lifað, og
um leið grundvöllurinn undir valdi hennar á .hafinu og áhrif-
um meðal þjóðanna, — riðaði svo mjög, að ósýnt þótti, hversu
fara mundi. Auðæfi Breta ihöfðu gengið allmikið til þurrðar,
auðmenn landsins vildu lítið á sig leggja til hagsbóta fyrir
verkalýðsstéttirnar — og þegar fram í sótti komust völdin í
landinu í liendur manna, sem voru ekki aðeins íhaldssamir,
heldur beinlínis værukærir og vildu ekki horfast í augu við
veruleikann.
Hinir gömlu snillingar Breta á óbundið mál, höfðu nú lifað
sitt fegursta, þó að sumir þeirra — eins og H. G. IVells og
Bernhard Sliaiu — legðu enn sinn skerf til bókmenntanna.
John Galswortlry skrifaði skáldrit úr lífi brezkra yfirstétta, hóg-
lega gagnrýninn, en ávallt mannúðlegur. Og Arnold Bennett
var eins og áður glöggur athugandi. F.n frægust skáld þessa
tímabils í óbundnu máli urðu Sonnnerset Maugham, D. H.
Lawrence, Aldous Huxley og írinn James Joyes.
Somerset. Maugham skrifaði mergð sagna frá ýmsum löndum
veraldar, og margar af sögum hans gerast meðal frumstæðra
þjóða. Hann er frá sjónarmiði tækninnar sérlegur snillingur og
jafnt þegar hann skrifar leikrit sem skáldsögur. Hann er oftast
bölsýnn og dálítið kuldalegur og stundum virðist vaka frekar
fyrir honum að skrifa alþýðfegt skáldrit heldur en skapa merki-
legt listaverk. Með efnisvali sínu hefur hann stutt að því að
kynna þorra manna í Bretlandi hugsunarhátt frumstæðra þjóða