Jörð - 01.12.1946, Page 95
JÖRÐ
253
hins br-ezka -heimsveldis og koma inn hjá Bretum almennt til-
finningu fyrir því, að slíkar þjóðir enu lika m-enn.
D. H. Lawrence var í sífelldri leit að fullnæsinsfu, 02: hann
leitaði hennar einkum í frumstæðara lífi, en nú er lifað í hin-
um menntaða heimi, og einkum taldi hann, að mönnum væri
nauðsynlegt að lifa frjálsara, villtara og svo sem endurnýjandi
ásta- og kynferðislífi. En það er hvort tveggja, að í bókum hans,
þeim sem mest hafa að flytja, virðist gæta meira sálfræðilegra
rannsókna og oft sjúklegrar vanlíðanar, lieldur en kjarnmikilla
náttúruhvata og stoltrar reisnar, enda mun hann hafa dáið svo,
að sá gleðiboðskapur frumstæðrar lífsnautnar, sem liann flutti,
hafi aldrei fui-Inægt honum sjálfum. Og þó að frá honum bær-
ust áhrif, sem blésu lífi í skáldskap höfunda með ýmsum þjóð-
um, þá varð það líf heldur skammvinnt. Sú varð til dæmis
raunin um hina mikilhæfu sænsku rithöfunda, sem hylltu
Iiann sem læriföður og tóku að boða gleðiboðskap lífsnautnar-
innar sem tilgang lífsins. Áhrifin urðu ekki varanleg og þeir
hvirfluðust sinn í hverja áttina, eftir því sem einstaklingseðli
þeirra markaði þeim stefnuna. Hins vegar mun boðskapur
Lawrence hafa haft nokkur áhrif á líf láglaunaðra millistéttar-
manna í Bretlandi, sem vegna erfiðra ástæðna með jrjóðinni,
höfðu ekki efni á að ganga í hjónaband, en brutu nú gegn
hinni sterku brezku hefð og lifðu frjálsu ástalífi. Hve langt
þessi nýjung hefur leitt, er mér ekki kunnugt, en vart mun hún
hafa verið svo víðtæk og um leið hófstillt, að hún hafi reynzt
brezku Jrjóðinni lind aukinnar or-ku og lífsgleði.
Þá er það Aldous Huxley. í bók eftir bók lýsti hann lífi
brezkrar yfirstéttar, benti á tómleikann og andleysið, skinhelg-
ina og skort hugsjóna, muldi glottandi milli fingra sér þau
nienningar- og lífsverðmæti, sem einu sinni höfðu verið raun-
veruleg, en voru það ekki lengur að dómi Huxleys. Huxley var
snillingur í þessari list sinni, skarpskyggn, bitur og laginn á að
koma hverju atriði á þann stað, þar sem eftir því yrði tekið, en
l>að félli þó inn í heildina. En Huxley benti ekki á neitt, er
koma skyldi í stað J^ess, sem hann tætti í sundur. Hann var mik-
Jð lesinn af þeirri yfirstétt, sem hann rúði og spottaði, en hún
las og ræddi bæ-kur lians eins og hún hefði ekki hugmynd um,