Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 96
254
JÖRÐ
að þarna væri að henni vikið — það er að segja, hver einstakur
tók ekki til sín, það sem Huxley lýsti. Áhrifin af þessum bók-
um munu ekki hafa verið veigamikil — sízt fyrir þjóðarheildina,
— heldur mun rnega segja, að hann hafi gefið henni steina fyrir
brauð. En hann hafði áhrif á rithöfunda vítt um heim, því að
spott hans og mannfyrirlitning var einmitt í samræmi við lífs-
leiða þann og svartsýni, sem var víða ríkjandi, já, greip svo urn
sig, að varla hefur það verið talinn skáidskapur — til dæmis hér
á íslandi, — sem nokkuð jákvætt hefur verið í, — að minnsta
kosti ekki „hámenntuðum", en verkasmáum og frekar slén-
seyrðum, kaffihúsafagurfræðingum sæmandi að meta slíkan
skáldskap mikils. Má líkja Huxley á þessum árum, sem lýsanda
sinnar eigin háborgaralegu stéttar, við ref. óvenju slunginn
og vitran, sem hefur tamið sér þá ónáttúru að veiða einungis
refi, sjúga úr þeim blóðið og tæta þá svo í sundur skækil fyr-
ir skækil — við mikla aðdáun annarra refa, sem undrast slíka
kænsku og dirfsku og kannski vænta þess, að ekki komi per-
sónulega að sér, ef aðdáunin sé nógu augljós og einlægleg. —
Þar kom þó, að þessi gagnrýnandi og spottandi list Huxleys
fullnægði honum ekki, enda svo sem engin áhættan, ekkert
hetjulegt við að lifa í vellystingum praktuglega á peningum og
við aðdáun þeirrar stéttar, sem hann ekki einu sinni gat gefið
nokkra hugsjón að launum — og hvað þá? I skáldsögu sinni um
gerfimenn framtíðarinnar er hann ekki bara að skemmta sér,
Aldous Huxley. Þar setur hann fram á sérstæðan hátt, að því
er virzt gæti fjarstæðar, en þó all rökréttar hugmyndir um það,
er koma s'kuli. í sögunni er sannarlega uggur og óró út af vél-
gengni og tækniþróun veraldar, sem skáldinu virðist stefna
meira og meira í þá átt að þurrka út einstaklingseinkennin,
einhæfa alla starfsemi manna, andlega og Jíkamlega. En Aldous
Huxley hefur ekki liaft djörfung til, þrátt fyrir þekkingu sína
og vitsmunaþroska og hið bitra vopn háðsins, að taka upp bar-
áttu fyrir frjálsu og mannsæmandi lífi einstaklings og heildar,
þar sem tæknin hafi ekki vald á manninum og einhæfi hann og
eyði mögulei’kum hans til alldiða og frjórrar lífsnáutnar. Hann
hefur sýnt sig að vera barn hinnar vanmegna og mergsognu yf-
irstéttar, sem hann lýsir: Hann hefur meira og meira aðhyllzt