Jörð - 01.12.1946, Síða 98
256
JORÐ
Á sviði Ijóðlistarinnar eiga Bretar hinn frnmlega snilling
T. S. Eliot. en ég hygg, að iiann sé svo sérstæður og torræður,
að ekki verði ennþá neitt um það ráðið, hvert kunni að verða
gildi hans fyrir brezkn þjóðina.
Verkamannaskdld voru fá, og yfirleitt ríkti svartsýn efnis-
hyggja og óhugur á sviði bókmenntanna. Flest skáldin létu sér
nægja gagnrýni, eða töidu jijóðfélagsbyltingu hið eina úrræði,
enda þannig andi margra ritdómara, að þetta væri í rauninni
hinn eini skáldskapur, sem væri menntuðum snillingum sam-
boðinn. ... En ef við berum skáld þessa tímabils saman við
rithöfunda þá, sem fyrstu tvo áratugina eftir aldamótin létu
mest til sín taka, svo sem Arnold Bennett, H. G. Wells, Chester-
ton, Kipling, Bernhard Shaw, Conrad og Galsworthy þá virð-
ast okkur þau undarlega lítið lífræn, virðast þau flest magasúr-
ir, taugaveiklaðir og móðlausir menn, sem horfi ofan í gröfina,
en ekki mót sólu, og er þetta í fyllsta samræmi við þá háu herra,
sem réðu lengst og mest í stjórnmálum Breta á þessum árum,
þá Baldwin og Chamberlain. Eftir lýsingum skáldanna og vali
þjóðarinnar á foringjum hefði mátt ætla, að í Bretlandi væri
helzt ekki annað fólk, en úrkynjuð yfirstétt og kvalin, soltin og
dáðlaus alþýða. Hvað svo, þegar á reyndi? Þá sýndi það sig, að
allt hið gamla framtak Breta, seigla þeirra og frábær rósemi á
hættustund — al,lt þetta var í sínu gamla og góða gildi, já, og
þroska almennings ekki verr farið en svo, að brezkir hermenn
reyndust allra manna prúðastir í löndum þeim, sem þeir voru
ýmist setulið í eða sóknarher. Það virðist því hafa verið ekki
alls kostar samræmi með skáldum og ritdómurum þjóðarinnar
annars vegar og öllum jiorra manna í landinu hins vegar; virð-
ist svo sem rithöfundarnir hefðu átt að geta fundið meðal
brezku þjóðarinnar einhver þau eigindi, sem gætu veitt þeim
trú á heilbrigða framvindu og samfellda þróun. Brezk stjórn-
mál eftir styrjöldina, bæði stefnan í innanlandsmálum og út á
við, sýna líka kjark og ýtrasta raunsæi — og þótt hefði það fyrir-
sögn, að brezk menning og þjóðfélagsleg viðliorf væru gædd því
þanjaoli, að hafnarverkamaðurinn Bevin, með sínar stóru
vinnuhendur, ætti, án byltingar, eftir að standa á aljrjóðlegum