Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 99
JORÐ
257
vettvangi sem fulltrúi beztu einkenna hinna hefðbundnu
Breta.
En það er fleira, sem fram hefur komið með Bretum, er
bendir til þess, sem ýmsir hefðu gott af að athuga. Hve hneyksl-
anlegt hefði það ekki þótt hér á landi, hve geipilegt gys hefði
ekki verið að því gert, hefði verið um íslenzka menn að ræða,
þegar það fréttist, að hinn nú mest dáði af öllum herforingjum
í styrjöldinni 1939—1945, Montgomery, læsi daglega í Biblí-
'Unni og gerði bæn sína á kvöldin — eða að liinn dugandi og
þrekmikli flotamálaráðherra, Alexander, brygði sér kvöld og
kvöld, á styrjaldarárunum, á vakningar- og bænasamkomur og
talaði þar fyrir almenningi. . . .!
Og er það svo ekki talsvert augljóst, að ritdómarar og skáld
Breta hafi verið nokkuð utangátta og sér þess lítið meðvitandi,
hver andleg og siðferðileg verðmæti bjuggu með þjóð þeirra og
hvers af henni mætti vænta? Hún hefur áreiðanlega ekki sam-
tíðar bókmenntum stórvægilega skuld að gjalda fyrir þann
undirbúning, sem þær hafi veitt henni til þess, að hún fengi
leyst af hendi það veraldarsögulega hlutverk, sem hún hlaut á
styrjaldarárunum. Hugsið ykkur! Hinir einna mest rómuðu
rithöfundar hennar, yfirstéttarspekingurinn Aldous Huxley og
kommúnistinn Auden, lifðu í dulspekilegri leiðslu vestur í
Kaliforníu það herrans ár 1940 — þegar öll hin frelsiselskandi
veröld starði með öndina í hálsinum á brezku þjóðina eina síns
liðs, þola hvers kyns þrautir fyrir framtíðarvelferð mannkyns-
ins.
Þýzkaland.
Þýzkaland hafði ekki verið nein sífrjó uppspretta
á sviði bókmenntanna. Það var svo sem jrað hefði
oftekið sig á glæsitímibilinu fyrir og eftir aldamótin 1800. En
hvergi hafði bókmenntum né listum verið betur tekið en þar,
hvergi hafði listin frekar verið í hávegum höfð. og óvíða hafði
verið ánægjulegra að dvelja við listnám og listiðkanir. Nú lá
það í sárum, hið fyrrum velmegandi, glæsilega og gestrisna
Þýzkaland. í stað jaess að vera hinn öf.lugi, sívaxandi, en dálítið
hégómlegi, skrum- og skrautgjarni risi meðal þjóðanna, var það
nú sett í girðingu fyrirlitningar og f járhagslegrar og viðskipta-
legrar niðurlægingar, hafði orðið að láta af hendi allar sínar
17