Jörð - 01.12.1946, Side 100
258
jÖRÐ
nýlendur, auk nokkurra landshluta, sem þýzkir ráðamenn
töldu sig hafa rétt til — og á alþjóðavettvangi var það völdum
rúið, og skyldi greiða stórfelldar skaðabætur til sigurvegaranna,
en hafði misst sín beztu orku- og iðnaðarsvæði. Það var kreppt
að öllum viðskiptamöguleikum, og brátt kom þar, að þýzk
mynt varð einkis virði. Fjöldi iðnaðarmanna, iðnverkamanna,
sérfræðinga, kaupsýslumanna, liðsforingja, listamanna, listiðn-
aðarmanna, blaðamanna og menntamanna og jafnvel embætt-
ismanna af ýmsu tæi missti atvinnu sína — eða hafði við hin
bágustu launakjör að búa. Vandamálin voru óteljandi, og
margt hvað af fólkinu vonlaust og ein stjórnin tók við af ann-
arri, án þess að geta leyst eða fengið frið til að leysa verkefnin.
I þessu landi komu svo fram bókmenntir, sem skipta má í
fimm höfuðflokka: Bókmenntir, þar sem hin sálfræðilega
rannsókn og niðurstaða er höfuðatriðið og formið .listrænt án
sérstæðra nýjunga; sálfræðilegar bókmenntir, en formið meira
og rninna tilraunakennt, því hagað þannig í þeim tilgangi að
samræma betur efni og innihald og ná sterkari áhrifum; bók-
ntenntir, þar sem það eitt virðist vaka fyrir höfundunum að
sýna sem allra næst raunveruleikanum hið hörmulega ástand,
og ennfremur kommúnistískar bókmenntir — hvorar tveggja
hinar síðustu alloft í tilraunakenndu formi, ýmist til að gera
áhrifin meiri eða einungis til þess að ná athygli fjöldans, — því
að eins og eitthvað sérstakt og óvenjulegt þarf til að vekja eftir-
tekt hins sadda daufingja, sem varla getur haldið sér vakandi
vegna þess, hve meltingarathöfnin krefur mikillar orku, eins
þarf oft eitthvað fjarri því hversdagslega til að ná athygli hins
hungraða, ef matur er ekki á boðstólum. Eins og gefur að
skilja, er þarna aðeins greint á milli eftir aðaleinkennum. Loks
verður svo að nefna hinn fimmta, sem fram kom, þegar á leið
tímabilið, en í þeim bókmenntum sögðu Nazistar fyrir um það,
hvað segja skyldi — eða þó einkum, hvað ekki mætti segja.
Raunar er svo skylt að nefna, að allra fyrstu árin eftir að styrj-
öldinni lauk gætti í þýzkum bókmenntum hjá nokkrum merk-
um skáldum stefnu hinna svokölluðu Exjnessionista, en hún
•hafði komið fram fyrir styrjöldina. Þessi skáld skrifuðu í anda
mannúðar, kærleika og bræðralags, sem sé aukinnar mann-