Jörð - 01.12.1946, Síða 101
JÖRÐ
259
helgi, en í örvæntingarástandi hinnar hörmulegu eymdar og
niðurlægingar, voru raddir þeirra ekki heyrðar, og það jafnvel
þó að þær væru jafn voldugar og rödd Jakobs Wassermann. Og
sáu skáldin sér ekki annað fært en að hverfa að mestu frá boð-
skap sínum og stefnu, sem áberandi höfuðatriði um efni og
form.
Það skáld, sem naut mestrar virðingar utan lands 0? innan
aJlra þýzkra skálda, var Thomas Mann. En 'hann og fleiri hinna
eldri og fyrir heimsstyrjöldina víðlrægu skálda, litu þannig á,
að stjórnmálin væru skáldskap og listum óviðkomandi, já,
skáldum væri í rauninni lítt eða ekki sæmandi að leggja sig nið-
ur við slík mál. Hins vegar lét þó Thomas Mann þá skoðun í
ljós, að hann teldi lýðveldið og lýðræðið ekki heppileg stjórn-
arform, að minnsta kosti ekki, ef ráðandi væru sjónarmið Sósí-
alista — og sízt lientug fyrir þróun fagurra bókmennta og
sannrar listar. En smátt og smátt vék skáldið lengra og lengra
frá þessari skoðun sinni, hyllti friðarstefnu lýðveldisins, mót-
aða af lýðræðisjafnaðarmönnum, og síðan boðskap kærleika og
miskunnsemi. Loks fór hann af landi burt, eftir að Hitler hafði
náð völdum, og lét sér þá um munn fara, við erlent stórblað, að
hann færi, án þess að hann hefði verið rekinn í útlegð, því að
hann gæti ekki hugsað sér að lifa í því landi, þar sem allt and-
legt frelsi væri afmáð og réttarfar og réttlæti smáð. Ennfremur,
að liann iðraðist sárlega afskiptaleysi síns af stjórnmálum og að
lýðræðisjafnaðarstefnan væri hið eina stjórnmálaviðhorf, sem
gæti heitið sannmenntuðum manni samboðið. Síðan lifði hann
í útlegð öll stríðsárin og vann Nazistunr allt það ógagn, sem
hann mátti, og loks hefur hann neitað að fara heim til Þýzka-
lands, þar sem hann teldi þýzku þjóðina sem heild seka um
glæpi Nazismans og Nazistaherjanna — og því eins konar for-
dærnda þjóð. Hann hefur hin síðari ár gefið út mjög veigamik-
il skáldrit, ef til vill miklu stórbrotnari en nokkurt skáldrit
hans frá manndómsárunum, og er þar fyrst og fremst að nefna
1 jögra binda skáldsöguna um Jósef og bræður hans, en að henni
rnun ég frekar víkja í síðari hluta þessarar greinar. Þar lýsir
stórskáld í löngu máli og frá ýmsum hliðum eðli mannsins og
viðfangsefnum á öllum tímum — en dregur saman í stuttu máli
17*