Jörð - 01.12.1946, Side 104
262
JÖRÐ
áhuga- og úr.lausnarefni. Og þrátt fyrir það, að ljóst er af hin-
um beztu skáldverkum hans, að hann er sér þess meðvitandi, að
mannkynáð á fyrir höndum mikla píslargöngu, eru niðurstöður
hans lífinu í vil. Fykst er það, að þrautirnar er unnt að létta
með því, að hver og einn temji sér miskunnsemina sem heilaga
skyldu. En mennirnir verða að horfast í augu við það, að þraut-
ir þeirra eru þeim sjálfum að kenna — og einmitt þess vegna
eru möguleikar til úrbóta. En sú úrbót er ómöguleg, nema
mannkynið taki öfuga stefnu í þjóðfélags- og siðgæðismálum
við þá, sem ríkjandi hefur verið. Þetta er boðskapur Wasser-
manns. Franz Kafka var tékkneskur Gyðingur, en skrifaði á
þýzku, og voru skáldrit hans þau, sem einhvers virði eru, ekki
gefin út fyrr en hann var látinn, en hann andaðist 1924. Hann
fól vini sínum að brenna þau, hafði ekki þótzt kornast í þeim
lengra en svo, að eldurinn geymdi þau bezt, enda sagði hann,
þegar vinur hans spurði hann, hvort liann teldi enga von um
hamingju mannkyninu til handa:
— Bidd-u fyrir þér. Það vantar ekki vonina. Það er óendan-
lega mikil von, en aðeins ekki fyrir okkur (þeirra kynslóð).
Vinurinn las handritin og ákvað að bregðast síðan loforði
sínu við skáldið. Hann bjó handritin undir prentun og gaf þau
út. Og þrjár stórar skáldsögur hafa vakið óhemju athygli.
Fonnið er sérstætt, og það er ekki sky-lt neinum „isma“, ekki
sjáanleg áhrif frá neinu skáldi. Það er svo sem höfundi hafi
verið eðlilegast að móta hugmyndir sínar við eld þjáninganna.
Og ritskýrendum og spekingum kemur ekki saman um, hver sé
aðalinntak surnra þessara skáldrita, hvað höfundurinn í raun-
inni sé að fara. En samt er það áreiðanlegt, að þarna er ekki um
að ræða nýju fötin keisarans, matið á bókunum ekki tízkufyrir-
brigði. Það er eins og lesandinn komist við lesturinn inn í
þungan og heitan hvirfilstraum sársauka, þjáninga, hugmynda
og hugmyndatákna, og stundum er dagbjart yfir, stundum
sorti, stundum töfrum blandið húm. Efnið er sálarlíf mann-
anna og vandamál lífsins. Og sögurnar eru þrungnar einhverri
þeirri mestu heitúð, samþjáningu, sannleiksást og hamingju-
þrá, sem kemur fram hjá nokkrum höfundi. Ekkert liggur höf-
undinum meira á hjarta en að mannlífið breytist í það horf, að