Jörð - 01.12.1946, Síða 107
JÖRÐ . 265
fjötra, spunna raunar úr rússneskum, en ekki þýzkum hampi.
Svo urðu engin samtök til bjargar þýzkri alþýðu, og millistétt-
um var stefnt í blindni og án svo rnikið sem tilraunar til upp-
reisnar, beint í herkví Nazismans — af þeim mönnum, sem
grafið liöfðu undan tilraunum lýðræðislegra afla til viðreisnar
og gert höfðu landið að víti skæruhernaðar ofstopa- og einræð-
ismanna, Kommúnista og Nazista. Falsgljái og lalsloforð liaka-
krossdýfkendanna urðu hin einasta von hinnar langhrjáðu,
gáfuðu og listelsku þjóðar. Þar með var brautin ákveðin; braut,
er leiddi burt frá mannhelgi og frá áhrifum hinna græðandi
afla, sem hún er í samræmi við, unz Jjýzka Jrjóðin undir forustu
þeirra bölvalda, sem hún hafði gengið á hönd, hafði opnað
mannkyninu það víti mannlegs eðlis, sem engan hafði grunað,
— eða enginn þorað að gera sér grein fyrir, að Jrar fælist; Jrað
víti, sem yfirgnæfði allt, er skáldin, ýrnist táknrænt eða í trú á
Gehenna Biblíunnar, höfðu getað látið sér detta í hug.
j ^ Saga, hlutverk og hlutskipti, bókmenntanna í
Rússlandi, er mjög svo athyglisverð. Lenin hafði
þegar árið 1905, kveðið upp úr unr það, að þá er verkalýðurinn
tæki völdin, bæri nauðsyn til, að skapaður yrði nýr grundvöll-
ur bókmenntanna. Þær yrðu að vera í samræmi við skilning og
þroska verkalýðsins og standa í sambandi við flokk lians.
Eftir byltinguna tók stjórnin sér fyrir hendur að koma því
til leiðar, að rússnesk alþýða fengi sem mesta og greiðasta
möguleika til að njóta þeirra menningaráhrifa, sem listin hef-
ur að flytja, og síðan hafa Rússar gert ýmislegt í þeim efnum,
sem gæti orðið lýðræðisþjóðunum fyrirmynd. Þá er stjórnin
sendi leikhúsunum í Petrógrad ávarp 1917, lét hún sér nægja
að komast svo að orði, að verkalýðurinn gæti ekki stutt leikhús,
sem aðeins væru til þess að skemmta yfirstéttunum, heldur yrðu
Jaau að vera menningartæki, sem ynnu að því að mennta aljrýð-
una, en hins vegar væru leikararnir frjálsir, og enginn skyldi
hefta frjálsræði Jreirra.
í bókmenntunum ríkti hálfgildings öngþveiti. Þeir rithöf-
undar, sem fyrir byltinguna höfðu verið orðnir mótaðir, fóru
sumir straks úr landi og lifðu í útlegð. Nokkrir þeirra komu