Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 108
266___________________________________________________JÖRD
þó aftur lieim, en einstaka svo að segja einungis til að bera
beinin í föðurlandi sínu, eins og t. d. Alexandar Kuprin. Þá
voru og þeir til, sem voru um nokkurt skeið í Rússlandi, en
fóru síðan af landi burt. Sjálfur Maxim Gorki bjó um tíu ára
skeið utan Rússlands, enda átti hann stásslegt lnis suður á
eynni Capri og fékk að vera í friði fyrir Mussolini og svart-
stökkum hans, og á þessum árum skrifaði hann sögur frá 19.
öld; minntist þess, þegar öreigastétt iðnverkamanna var að
skapast í Rússlandi, og ennfremur breytingarnar á afstöðu
menntamanna til stjórnarfyrirkomulagsins þar í landi.
Brátt tóku að koma fram nýir rithöfundar, en stefna þeirra
var ihvikul og formið mjög tilraunakennt. Er ekki ólíklegt, að
mönnum, uppöldum við allt önnur skilyrði og lífshætti, en nú
var við að búa og til stóð að skapa, hafi veitzt erfitt mörgum
hverjum að beita skáldgáfu sinni á hinum nýja vettvangi. Það
mun ekki eingöngu hafa verið skortur á pappír og prentsmiðj-
um, sem olli því, að lengi vel kvað lítt að skáldsagnagerð í
Rússlandi eftir byltinguna. Tvö af ljóðskáldum þessara ára
drýgðu sjálfsmorð: 1930 forustumaðurinn og áróðurskempan
Majakovsliij, aðeins 37 ára gamall; 1920 Sergéj Jesénin, 12 ár-
um yngri,eða einungis 25 ára. Það mun ekkert hafa verið látið í
Ijós um orsakirnar til sjálfsmorðs hins fyrra, en hinn síðarnefndi
hafði sagt í kvæði um Soviet-Rússland: Ég samþykki allt, ég
læt allt gott heita, eins og jrað er. Ég er jress albúinn að ganga
hinar troðnu brautir. Ég skal fórna Maí og Október sál minni
af iheilum huga. Það er aðeins harpa mín, sem ég lœt ekki i
annarra liendur. — Og með sínu eigin blóði skrifaði hann vini
sínum bréf, áður en hann svipti sig lífa.
„Já, við vitum, hvað við eigum að segja,“ sagði skáldið
Fedin á rithöfundaþinginu 1934, „en það, sem við eigum eftir,
er að ná valdi á tækninni til að segja jrað. . . . “ Það var nú það!
Ymsir rithöfundar héldu því fram, að sópa yrði burt hinum
gömlu bókmenntum, skapa alveg ný form og nýjan stíl, gersam-
lega nýja mennigu á því sviði sem öðrum, en Lenin lét þá fá
annað aðiheyra. Hann sagði, að án djúptæks skilnings á þeirri
staðreynd, að aðeins fyrir nána Jrekkingu á menningunni, sem
skapazt hefði frá upphafi mannlegrar menningarþróunar, gætu