Jörð - 01.12.1946, Side 110
verður að vera til. Sjötta flokkinn fylltu rithöfundar, sem farið
höfðu úr landi, en komið heim aftur og voru fúsir til að beygja
sig fyrir liinu nýja skipulagi og gera jrað, sem nauðsynlegt
þætti í þess þágu.
Árið 1924 var haldinn fundur um þessi mál, en árið
eftir gerði stjórn K.ommúnistaflokksins samþykkt um bók-
menntamál, og sendi hana binum ýmsu félögum rithöfunda.
Þar var þess getið, að ríkisstjórnin ætlaðist alls ekki til, að bók-
menntirnar yrðu öreiga-bókmenntir í þröngri merkingu jress
orðs, heldiur riði á, að þær væru á svo breiðum grunni, að þær
gætu haft áhrif á sem l'lesta í landinu, og ])á ekki sízt hinar
mörgu milljónir bænda. Þá var látið í ljós, að flokksstjórnin
efaðist ekki um, að smátt og srnátt nrundi skapazt sú stíltegund,
sem væri í samræmi við hið nýja skipulag, en höfuðatriðið væri
nú að minnast þess, að jrað væru einkum bændur og verka-
menn, sem ættu að njóta bókmenntanna. Þess vegna væri nauð-
nauðsynlegt að vera ekki með neitt ihefðartildur, en neyta allr-
ar orku til að ná samt hliðstæðri snilld og hinir gömlu meist-
arar rússneskra bókmennta — án Jress að formið yrði erfiðara
en svo, að allur almenningur gæti skilið skáldverkin. Loks var
minnzt á, að rétt væri að sýna umburðarlyndi þeim rithöfund-
um, sem stæðu utan við samtök öreigarithöfundanna. Þeir
væru sumir meistarar formsins, og höfuðatriðið ihjá liinum ætti
að vera að læra af tækni þeirra og síðan hjálpa þeim yfir á rétta
braut í afstöðu þeirra gagnvart grurídvallanhugsjónum hins
nýja þjóðfélags.
Nú var afstaða stjórnarinnar nokkurn veginn skýr, og frið-
vænlegra en ella, enda sköpuðust bókmenntir, sem náðu frægð
út fyrir landamæri Rússlands. Af öllum höfundum Rússa ber
Michail Sjolocliov, sem enn er ekki nema hálffimmtugur mað-
ur. Hann er að stíl, frásagnarhætti, mannlýsingum, atburða- og
náttúrulýsingum tilgerðarlaus snillingur, sem hefur náð að til-
einka sér gamla rússneska bókmenntaltefð, en setja á hana
mark eigin persónuleika. Bezt lýsir hann lífinu í heimahögum
sírtum, en einnig eru merkilegar lýsingar hans á orrustum og
margvíslegum hernaðaraðgerðum í sögunni Lygn streymir
Don. Htns vegar er ekki því að neita, að lýsingar hans á hern-