Jörð - 01.12.1946, Síða 111
JORÐ
269
aðartækni og hreyfingum .hinna ýmsu hersveita til og frá eru
svo flóknar sunrs staðar, að þær þreyta lesandann, og áreiðan-
lega hefði mátt stytta þær að miklum mun frá því sem þær eru
— bæði í dönsku og íslenzku þýðingunni — án þess að skáld-
verkið hefði misst gildi sitt. Annars er það svo, að sálkönnuður
er Sjolochov ekki á við hina niestu af gömlu rússnesku meist-
urunum, og hefur 'ekki liæfileika á við Tolstoj hinn eldri til
að takmarka sig, þegar um er að ræða sambærilega atburði í
í Lygn streymir Don og Stríð og .friður, en hann kann þess
ágæt tök að láta lesandann sjá jafnljóst persónurnar og um-
hverfi þeirra, tefla fram andstæðum xnönnum, hvorum tveggja
af jafnmiklum sennileik, og koma öllu þannig heiin, að niður-
staðan verði jákvæð, en þó samt með blæ veruleikans. Og þó
að skáldsaga hans, Nýrækt, sé áróðurssaga, sem á ekki eins
stórbrotna kafla og Lygn streymir Don, þá kann skáldið að
láta báða málsaðila njóta sín, og sagan verkar sem skáldverk,
en ekki sem áróðursrit, en .fyrir sakir þess, hver niðurstaðan
er, verður hún það samt, já, áhrifameira heldur en ef höfund-
urinn hefði látið áróðursefnið gægjast fram í hverri blaðsíðu.
Aðrir höfundar, sem skrifuðu merk skáldrit á þessu tíma-
bili, voru til dæmis: Isak Babel, sem skrifaði smásagnaflokk
um riddaraliðshersveitir rússnesks herforingja og bardaga
þeirra við Pólverja, þar sem bregður nokkrum rómantískum
blæ yfir herförina. Alelisander Fadjev, skrifaði skáldsöguna
Eyðing, Aleksander Serafimóvitsj, skáldsöguna Járnelfan —
báðar frá baráttunni við „hvítu" herina —, Michael Buljakov,
Hvítu hersveitirnar, þar sem aðalpersónurnar eru „hvítliðar",
Konstantin Fedin, skáldsögu, sem fjallar um rússneskan mann,
er hefur orðið innlyksa í Þýzkalandi 1914, og kunningja hans
þýzkan, .er ihafði verið tekinn höndum og verið fangi Rússa.
Eftir að friður er kominn á, fer rússinn heim og liittir þar
þjóðverjann, kunningja sinn. Rússinn áttar sig ekki á hinum
nýju aðstæðum og kann ekki við þær, en þjóðverjinn er orðinn
æstur kommúnisti, og þeir geta alls ekki komið sér saman.
Loks svíkur rússinn málstað byltingarinnar, og þá tekur þjóð-
verjinn hann af lífi. Þessi bók er mjög merkileg, vel gerð og