Jörð - 01.12.1946, Side 112
270
JGRQ
>sýnir glögglega þær andstæður, senr þegar eftir byltinguna
skapazt milli vesturs og austurs.
Þá nefni ég fjóra höfunda, sem allir eru kunnir á Vestur-
löndum: Vera Inber, Panteléj Romanov, Ilja Ehrenburg og
Michail Zóstjenke. Vera Inber er fínger stílsnillingur og skrif-
ar bezt um börn. Panteléj Romanov hefur skrifað langar skáld-
sögur, og smásögur hans eru margar ihverjár mjög svo snjallar,
en ekki eru sögur lians frá árunum 1920—1930 mjög til lofs
ástandinu í Rússlandi, enda Romanov í eðli sínu svo nei-
kvæður eða sjálfstæður, að þegar tekið var fyrir alvöru að beita
skáldunum fyrir plóginn eða gera þau að eins konar orku-
stöðvum iðnaðarins, gat hann ekki fylgzt með. Ilja Ehrenburg
er snjall rithöfundur og rökvís, en hæfileikar lians eru ekki
ósvipaðir og hjá Upton Sinclair. Hann getur búið til atburða-
rás og komið að áróðursefni, svo að vel fari á, en hitt lætur
honum lítt, að blása lífi í persónurnar; þær yfirleitt aðeins mál-
pípur. Alichail Zóstjenko er mikill listamaður á stíl og frá-
sagnarhátt, fyndinn, glöggskyggn og sérstæður.
Yfirleitt voru söguefni skáldanna á þessu tímabili ýmist frá
sjálfri byltingunni eða þá borgarstyrrjöldinni, en nokkrir skrif-
uðu einnig um ástandið í Rússlandi á þeim árum, sem stjórnar-
völdin voru að þreifa fyrir sér og athuga, hvað gera skyldi á
þessu eða hinu sviði þjóðlífsins og atvinnuveganna.
Eg býst við, að íslendingar, margir .hverjir, sakni þess hér,
að ég ihef ekki minnst á skáldið Fjodor Gladkov og skáldsögu
hans Sement. Hún var einhver fyrsta rússneska skáldsagan, sem
skrifuð var eftir byltinguna um iðnað Rússa, og vakti því
mikla atliygli í útlandinu. En sannleikurinn er sá, að hún er
lítið listaverk, þunglamaleg og ofhlaðin tæknilegum lýsingum,
en ihins vegar þótti hún gefa góðar upplýsingar ium starfsemi
Rússa til aukningar iðnaðinum og um þann anda, sem þar
ríkti. Þá vil ég geta þess, að skáldið Demjan Bjédnyj, sem
Kristinn Andrésson kallar í Rauðum pennum „hið mikla og
vinsæla ljóðskáld", er af þeim, sem átt hafa kost á að leggja á
kvæði hans bókmenntalegan mælikvarða sakir kunnáttu sinn-
ar í Rússnesku, talinn skorta bæði listrænan persónuleik og
ímyndunarafl, en hins vegar hefur hann alltaf verið reiðubú-