Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 113
JÖRÐ
271
inn til þess að yrkja áróðurskvæði og hvassyrtar auglýsinga-
vísur, eins og til dæmis, ef forustumaður Kommúnista hér í
útgerðarmálum birti nti í Þjóðviljanum, í sambandi við söfn-
un fjár í Stofnlánasjóð, vísu svipaða þessari:
Þið peningamenn,
sem eigið enn
ógnmörg þúsund — ja, slíkur gróði!
Kaupið nú fljótt,
eftir næstu nótt,
nokkur verðbréf frá Stofnlánasjóði. —
Því annars þið
og ykkar lið
skuluð eiga það vxst að snýta blóði!
Árið 1928 hófst framkvæmd hinnar mjög svo umtöluðu og
umdeildu fyrstu fimm ára áætlunar, sem var alger nýjung í at-
vinnumálum, og lá mikið við, að allir einbeittu sér að fram-
kvæmd bennar, þar sem nú skyldi gera Rússland voldugt iðn-
aðarland og koma upp samyrkjubúum í stað búskapar ein-
staklinga. Nú fór heldur en ekki að skerast í odda með rit-
höfundunum á nýjan leik. Samband öreigarkhöfundanna lét
ekki á sér standa að segja utanveltuskáldunum til syndanna.
Nú var ekki tíma til smáborgarlegrar og sálfræðilegrar gagn-
rýni og rannsóknar; nú varð að gera skyldu sína sem soviet-
þegn! Og nú fara að koma fram skáldrit, sem stefna beint að
örvun atvinnulífsins. En þeir, sem utanveltu voru, birtu skáld-
rit, sem fjölluðu um óréttmæti þessara krafna — eða beinlínis
þögðu. Og samband öreiganna réði og ríkti í bókmenntamál-
um Rússa um hríð. Rithöfundarnir máttu ekki einu sinni
skrifa kommúnistískar skáldsögur tir því umhverfi, sem þeir
áttu heirna í, heldur var þess krafizt, að einn færi á þetta sam-
yrkjusvæði og skrifaði um aðgerðirnar þar; liinn þangað, sem
verið var að reisa orkuver; og sá þriðji í einhverja verksmiðj-
una. Það var á þessum áum, sent sænska skáldkonan og lýð-
ræðisjafnaðarmaðttrinn, Anna I.enah Elgström, fór til Rtiss-
lands og ræddi þar við rithöfunda, en skrifaði síðan grein,
þegar heim kom. Hún sagði það ekki geta góðri lukku stýrt,
að rithöifundum væri skipað að skrifa þetta eða hitt í þágu