Jörð - 01.12.1946, Síða 114
272
JÖRÐ
framkvæmdar Fimm ára áætlunarinnar, og henni fannst bein-
línis hræðilegt til þess að hugsa, að hin fíngerva Vera Inber
skyldi sjá sig neydda til að fara til Kákasus til að kynna sér
þróun iðnaðarins þar.
En forusta rithöfundasambands öreiganna reyndist ekki sér-
lega vel. Þau skáldrit, sem út komu, voru fæst nokkurs virði,
og eins og áður er sagt, þögðu utanveltuskáldin. Svo var það
þá, að stjórnarvöldin skipuðu svo fyrir, að öll rithöfunda-
félögin skyldu lögð niður. Nú væri kominn fram fjöldi af rit-
höfundum á ýmsum sviðum, margir ágætlega vel færir til síns
hlutverks, að skrifa skáldrit, sem alþýðan skildi. Ef rithöfunda-
félögin yrðu áfram mörg, væri hætta á því, að allt gengi í nudd
og ósamtök. Nú skyldi aðeins eitt rithöfundafélag vera í Rúss-
landi með deildum hér og þar, og í því skyldu jafnt vera þeir,
sem farið hefðu sinna ferða, sem hinir. Allir rithöfundar skyldu
sameinast og vinna að sama marki undir handleiðslu þeirra
skálda, sem voru félagar í Kommúnistaflokknum, því þeir
skyldu kappkosta að styrkja sem rnest og bezt grundvöll Ráð-
stjórnarríkjanna og örva menn til öruggs starfs í þágu Finnn
ára áætlunarinnar.
Og nú rann upp fyrir alvöru það tímabil, sem öllum, er til
þekkja, ber saman um, að hafi því nær eingöngu skapað skáld-
rit, sem séu í raunnini ekki annað en eins konar skýrslur, er
reyndar geti orðið nógu fróðlegar í framtíðinni, en hins vegar
eigi ekki skylt við list. Stíllinn og annað form þessara bóka er
eins og á raunsæisbókmenntum Vesturlanda, en þar sem höf-
undunum var skipað að bregða yfir efnið ljóma hressilegrar
bjartsýni, hvort sem þeir gátu lifað sig inn í það eða ekki, þá
urðu þeir að blanda hinn þurra frásagnastíl rómantískum glós-
um. Fram komu einstakar verðmætar bækur, eins og t. d.
Nýrækt eftir Sjolochov, Soti eftir Leonid Leonov, Volga fellur
í Kaspíuhafið, eftir Boris Pihijak, en þessar, og ef til vill nokkr-
ar aðrar, skáldsögur voru undantekningar. Og eftir að hreins-
anirnar ltyrjuðu í Rússlandi, versnaði ástandið enn fyrir rit-
höfundana. Ef þeir skrifuðu lítið eða ekkert um tíma, þó voru
þeir grunaðir um að gera það af illvilja. En svo var ekki nóg
með það. Rit gat sloppið gegnum hendur ritskoðunarinnar,