Jörð - 01.12.1946, Page 115
JORÐ
273
en fann svo ekki náð á .hærri stöðum, og þá var rithöfundurinn
kærður, lionum vikið úr rithöfundasambandinu — og loks
kveðinn upp yfir honum fangelsisdómur.
Mér hefur gefist kostur á að sjá klausur frá þessu tímabili,
þýddar úr málgagni rithöfundanna, Literaturnaja gazeta, og
þar getur að líta hin furðulegustu fyrirbrigði. Rithöfundarnir
birta yfirlýsingar, kæra hver annan, og ekki einungis fyrir
stjórnmálalegar sakir, heldur líka fyrir glöp í einkamálum,
svo sem ihjúskaparbrot o. fl. Þá birta höfundar afdráttarlausar
játningar um afbrot sín og biðja um miskunn, en ákæra jafn-
framt þá, sem þeim séu meðsekir! Lítið var um ritdóma í blaði
þessu, því að rnenn vildu ógjarna lenda í því að lofa höfund,
sem máski kæmist svo í ónáð — og hættulegt gat verið að lasta
mann, sem máski innan skamms var orðinn eftirlæti stjórnar-
innar og þar með mikils ihluta þjóðarinnar.
Síðast þótti auðsætt, að stríð væri ekki langt undan, og svo
varð að gera hvort tveggja, auka framleiðsluna og búa þjóðina
undir styrjöldina. Þá var byrjað að skírskota fyrir alvöru til
þjóðernistilfinningarinnar og aukinn róðurinn til þess að vekja
andúð og hatur á útlendingum. Fyrst voru skáldin látin byrja
á að skrifa skáldsögur af uppreisnarforingjum, sem höfðu vilj-
að brjóta af fólkinu fjötur keisaravaldsins; síðan kom hetju-
sögur um herforingja, sem hrundið höfðu erlendum árásum;
og loks var farið að lofa landvinningakeisara, fyrst Pétur mikla,
en síðan sjálfan ívan grimma, — en slíkur herramaður hafði
svo sem ekki verið lofsunginn í Rússlandi fyrsta áratuginn eftir
byltinguna. En á þenna hátt var hægt að undirbúa það, sem
síðar hefur gerzt: meiri og minni undirokun Rússa á bókstaf-
lega öllurn nágrönnum sínum í vestri. Nokkrum árum fyrir
styrjöldina sagði hæstráðandi Rússa, og var smjattað á orðum
hans af Kommúnistum út um allan heim: Við girnumst ekki
einn þumlung af landi annana þjóða. Með áróðri um öryggis-
nauðsyn Rússlands var hægt að fóðra griða-vináttu og viðskipta-
sáttmála við sjálfan Hitler, — sem lét svo ekki á sér standa að
kveikja bál heimsstyrjaldarinnar síðari.
Svona var þá ástandið í bókmenntum Rússa, svona frelsið,
svona lýðræðið. Því var það, að Anna Lenah Elgström sagði
18