Jörð - 01.12.1946, Síða 116
274
JÖRÐ
strax 1931, eftir för sína til Rússlands, að enginn bæri þar upp
spurninguna: Hvert stefnir? Hins vegar efaðist hún ekki um
það, að margir hugsuðu um þetta efni, en þeir þyrðu ekki að
spyrja aðra en sjálfan sig. Því að hver, sem gerði sig sekan um
slíkar spurningar, yrði brennimerktur sem meingerðamaður,
sviptur skömmtunarseðli sínum og yrði loks þokað út af vegi
lífsins. Svo spyr hún með skírskotun til Rússlands:
,,Hvar er þá rithöfundurinn, skáldið, liinn eilífi meingerða-
maður allrar harðstjórnar? í París — eins og Babel — eða týnd-
ur eins og Bulgakov? Um þá vissi ég. ... En var pd enginn
eftir i Rússlandi?"
Síðan hefur Boris Pilnjak og öll hans fjölskylda horfið,
Zotsijenko og mörgum fleiri verið útskúfað, en Babel hvarf
heim — átti þar svo í vÖk að verjast, var kærður fyrir að hlífa sér
við að starfa í þágu fyrirætlana Stalins og síðan þröngvað til að
birta nokkrar smásögur í réttum anda.
Það var út úr þessu ástandi, að hinn marglofaði André Gide
snerist frá Kommúnismanum eftir ferð sína til Rússlands, þar
sem hann fékk ekki að segja það í ræðu, sem honum virtist
þurfa að segja. Hann sagði meðal annars, þegar heim kom:
,,Ef rithöfundurinn (í Rússlandi) hagar ekki störfum sín-
um í samræmi við flokkslínuna, getur engin snil.ligáfa bjargað
honum. . . . Með sigri byltingarinnar er fögrum listum stefnt
í hættu — nálega jafnmikla hættu og nreð fasistiskri kúgun.
Þessi hætta er rétttrúnaður og kreddufesta. I.ist, sem er keyrð
í fjötra bókstafsins, er dauðadæmd, jafnvel þó að bókstafurinn
eigi rétt á sér. Sigur byltingarinnar á því fyrst og fremst að færa
listamanninum fullkomið frelsi. Án frelsis missir Jistin tilgang
sinn og gildi.“
Þetta vár það, sem André Gide — er Kristinn Andrésson lof-
aði mest fyrir lieiðarleik og dáði, þá er hann gerðist kommún-
isti — skrifaði meðal annars, þegar hann kom frá Rússlandi.
Fyrir pann heiðarleik og pd dáð, að fylgja þeirri sannfæringu,
sem hann hafði öðlazt við Rússlandsförina, dærndu íslenzkir
kommúnistar liann af lífi sem heiðursmann, og var Halldór
Kiljan Laxness valinn böðullinn.
Það, sem sagt hefur verið frá hér á undan, ætti að gera það