Jörð - 01.12.1946, Side 117
JORÐ
275
sæmilega ljóst, hvernig var urn frelsið og réttlætið í Rússlandi
fyrir nýafstaðna styrjöld. Samt hefur ennþá verið þrengt að
frelsi rithöfundanna. hað var t. d. ekki fyrr en í haust, að Zosjtj-
enko var útskúlað, þó að hann hafi skrifað — og skrifi enn, ef
hann er á lífi og nær í skriffæri — svipað’ og hann hefur gert í
25 ár. Og þessu ástandi, þessarri þrælkun, eru íslenzkir rithöf-
undar svo ginkeyptir fyrir, sumir hverjir, að þeir jafnvel fylgja
fast skipunum Rússa, þegar frelsishetjan, hinn ómútanlegi og
göfugi snillingur, Arnulf Överland, segir, að smáþjóðin Finn-
ar hafi barist sinni frelsisbaráttu, en sé nú svo háð, að ekkert
sé að marka stefnu hennar í utanríkismálum. Þeir lýsa því yfir,
sem fulltrúar hinnar lengi kúguðu smáþjóðar, íslendinga, að
þeir telji orð Överlands ómakleg í garð hinna rússnesku land-
ræningja og kúgara!
A vissan liátt hefur rússneskum rithöfundum verið beint til
jákvæðrar starfsemi, það er starfsemi, sem miðar að því að
styrkja þjóð þeirra — en styrkja hana til þess að gera hana færa
um að fara með báli og brandi um lönd annarra þjóða og gera
þær að þrælum í þágu hins rússneska herveldis. En með þeim
þjóðum er vilja þroska hjá sér menningu hvers einstaklings á
grundvelli siðgæðis, mannúðar, lífstrúar og Guðstrúar og gera
mannhelgi að homsteini réttarfarsins og breytni hvers og eins
gagnvart öðrum mönnum, eru þær bókimenntir jákvæðar, er að
þessu styðja. Því er það stefna flestra kommúnistiskra rithöf-
unda í lýðræðislöndum að auka lífleiða, bölsýni og örvæni, svo
að þjóðirnar missi trúna á friðsamlega og lýðræðislega þróun
— verði svo andlega mergsognar, að þeir fleygi sér að fótum
harðstjóranna og heimsveldissinnanna rússnesku í fyllingu tím-
ans. Til þess „göfuga" verknaðar fá þeir jafnvel stuðning ríkis-
valdsins, sem á að kollvarpa — og svo þeirra fjölmörgu — ekki
sízt menntamanna — er telja sér fyrir frjálslyndis sakir (og
kannski stundum ótta) skylt eða nauðsynlegt að starfa með
flugumönnunum að hinu og þessu, er allt stefnir að auknu
valdi þeirra og tiltrú! Það eru slíkir samstarfsmenn, sem
kommúnistar Títós í Júgóslavíu nefna Koristne Budale — það
er útlagt nytsamir sakleysingjar.
18*