Jörð - 01.12.1946, Side 118
B. O. B.:
Bækur sendar JÖRÐ
UPPSTIGNING, sjúnlcikur i íjúnini þáttum, eftir Sigurð Nordal.
SJÓNLEIKUR þessi vakti mikið umtal, er harin var leikinn í fyrrahaust. Bar
tvennt til þess. Fyrst, að höfundurinn var þá hulinn og þú vitað, að hann
var mitt á meðal vor. Annað, að leikrítið var undir öllum kringumstæðum vel
fært um að vekja athygli á sér; það var í smáu og stúru djarflega og snjallt
samið.
Eins og höf. skýrir frá 'í eftirmála, er leikritið skrifað sem dægradvöl á skömm-
um tíma, enda ber það merki þess, þú að ekki sjái á því óvandvirkni, svo að
mér sé það ljúst.
FYRSTI þáttur er öðrum þra’ði um fremur hversdagslegt og líklega töluvert
notað efni: Nokkur aðalafbrigði „betra-fólks" í íslenzkum smákaupstað og
viðbrögð þess við smágusti utan úr hinum stóra heimi. Það þarf varla að taka
fram, að persónulegt handltragð Nordals er á öllu þessu, svo að hið hversdags-
lega fær á sig nokkuð af þeim frískleikablæ, sem vanur cr að gera að verkum,
að okkttr leiðist seint blessaður hversdagsleikinti í lífinti.
INUM þræðinum kynnir þátturinn s í r a H e 1 g a, sem er „hetjan" i leik-
11 ritinu, þó að burðugur geti vart kallast. Einnig „síra Helgi" mttn að sumu
leyti alkunn persóna 'í bókmenntunum: Gáfaður hugsjónamaður, sem heykist
á framkvæmd hugsjónarinnar og grefur pund sitt í jörð. Síra Helgi, gæsalappa-
laus, er samt mjög frumlegt afbrigði tegundarinnar, — grátbroslegur maður,
hafi slíkur nokkurn tíma fvrirfundizt í íslenzkum bókmenntttm. Gáfur hans eru
ótvíræðar, enda hefttr hinn hæfileikaríki höfundur ekki sparað að gæða parta
í hontim innsæi og andríki innan um mannleysuháttinn, hégómaskapinn og
ljtiglyndið*) — í einu orði sagt leikhyggjuna, en það orð hefur Sigurður
Nordal notað yfir þá merkingu erlenda orðsins „dilettantismi", að maður fitli
við verkefni lífsins í stað þess að fást við þau, kljást við þau og, ef svo ber undir,
berjast við þau upp á líf og dauða. Leikhyggjumaður leikur líf fyrir sjálf-
um sér; nennir aldrei né þorir að gefa sig lífinu á vald og neyta orku; í stað
þess leitar hann metnaði sínum og sjálfsánægju ódýrrar fullnægju með því að
telja fikt sitt fastatök. Frægastur leikhyggjumaður heimsbókmenntanna mun
vera Pétur Gautur.
Síra Helgi hefur komið auga á stóra staðreynd(?) í heimi bókmenntanna: Þær
eru undantekningarlaust allar með „yfirbreitt nafn og númer" að einu eða öðru
leyti — skortir allar fullkomnun hreinskilninnar, og hittir því jafnvel ekki hið
*) Orð Sigurðar Guðmundssonar, skólameistara, yfir það lundarfar að Ijúga
mjög að sjálfum sér til að firra sig andlegri sem líkamlegri áreynslu i næstu bráð.