Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 120
278
JORÐ
Það tiltæki höf. að láta síra Helga tala eingöngu í bundnu máli þarna
„uppi á fjailinu", þangað til honum fatast staðfestan, er snjalll og vel með það
farið.
Þátturinn er yfirleitt skrifaður í einstökum galsa, er varla á sér, með líkum
hætli, hliðstæðu í íslenzkum bókmenntum. Tekur það bæði til forms og efnis.
Hefur höf. látið allt flakka, sem honum datt í hug og sumt jafn virðingarsnautt
og það er snjallt. Þess ber einungis að gæta, að það er leikur í manninum —
hann er að leika sér — og ætlast síður en svo til, að hann sé tekinn hálíðlega
um öll einstök atriði. Það höggvið, sem við höggi liggur! M é r fellur það ekki
allt, — en — — hvernig á að setja fram hhvgilega harmsögu?!
ANNAR þáttur heldur áfram hlutverki fyrsta þáttar: að kynna nánar síra
Helga — jafnframt því að hafa sérhlutverk að sínu leyti, eins og 1. þáttur.
Þriðji þáttur er háris leikþráðarins. I lok hans hefur Síra Helgi ætlað sjálfan
sig þremur kvenmönnum á einum sólarhring, og er kominn í þá fhekju, að höf.
mun varla hafa litizt meir en svo á undanfærið í þeim tveimur þáttum, sem þá
voru eftir samkvæmt upprunalegri áætlunl Þá er það, að sameiginlegt öngþveiti
þeirra síra Helga (og e. t. v. tímaskorturinn, sem rætt er um í eftirmálanum)
knýr höf. til þeirrar einstöku „uppstigningar", sem nú liggur fyrir sem 4. og
síðasti þáttur leikritsins og að framan hefur verið lýst lítillega!
SIRA HELGI verður sjálfsagt sígild persóna í íslenzkum bókmenntum og á
sennilega eftir að sigla. Aðrar persónur leikritsins eru og ljóst dregnar og
vel lifandi, og margt í samtölunum af meira og minna andríki mælt, — og þarf
að vísu ekki að taka slíkt fram.
Það er vonandi, að Sigurður Nordal eigi það eftir að semja leikrit í fyllstu
alvöru, — þó að vafasamt sé, að það tæki 4. þætti „Uppstigningar" fram að
skáldlegum tilþrifum.
Horfnir góðhestar, eftir Ásgeir
Jónsson frá Gottorp. 407 hls. >Jt-
gefandi: Ilókaútgáfan Norðri M.
l’rentverk Odds lljörnssonar.
Höfundurinn hefur lcngi verið
landskunnur fyrir kynbætur sínar á
sauðfé og sem hestamaður héraðs-
kunnur eða vel það, enda sonur hins
umtalaða hestamanns og hagyrðings,
Jóns Ásgeirssonar á Þingeyrum. Eftir
útkomu þessarar bókar, verður nafni
hans sjálfsagt ekki sfður á lofti haldið
sem hestamanns og hagyrðings en sem
fjármanns, þó að hagmælska hans
komi þar að mestu fram í óbundnu
máli: sem fágæt frásagnargáfa og hæfi-
leiki til að tjá tilfinningar til hesta
og unað þann, sem af hestum má
hafa, og lýsa alls konar blæbrigðum
hestseðlisins. 1 bókinni er lýst um tvö
hundruð og fimmtíu hrossum, hér um
bil öllum húnvetnskum eða skagfirzk-
um, og að kalla alltaf með sömu frá-
sagnargleðinni; höfundurinn svo að
segja í hvert sinn glænýr af nálinni
við nýjan hest. Það er meiri hlýjan og
fjörið, fegurðargleðin og frjálsmann-
leikinn, sem manni þessum hefur ver-